Stórsöngvari skammar Hörpu fyrir kauðsleg klósettskilti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 18:00 Hægt er að greiða með kreditkorti fyrir aðgang að klósettunum í kjallara Hörpu. 300 krónur og málið er dautt. Vísir Óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, sá Íslendingur sem að margra mati hefur náð lengst á sviði sönglistarinnar, lenti í orðaskaki við starfsmann Hörpu í morgun. Ástæðan var sú að Kristni, sem verður á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt rjóma íslenskra söngvara, var brugðið eftir að hafa séð skilti vegna gjaldskyldu fyrir salernin í kjallara Hörpu. Eins og fram hefur komið hófst gjaldskylda í tónleika- og ráðstefnuhúsinu í sumar og kostar 300 krónur að gera þarfir sínar. „Ég var þarna áðan og lenti í smá orðasennu við þennan unga mann,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Hann lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook.Kristinn Sigmundsson er að flestra mati númer eitt í íslenska óperuheiminum.Vísir/GVAHello is it WC you're looking for„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi: “Hello is it WC you're looking for?” Eða “Dream a little dream of WC...” “Gotta go?”Hvaða giljagaurum datt þetta eiginlega í hug?Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim: “We don't take pictures here”. Ég sagði honum “it's a free country” . -“Not here” sagði hann og benti aftur fyrir sig“.„Ég nenni ekki að tíunda frekar orðaskiptin en ég skora á náðhúsadeild Hörpu að endurskoða þetta. Svo mætti gjarnan ráða í þetta trúnaðarstarf fólk sem talar Íslensku og kann almenna mannasiði. Það gildir reyndar líka um starfsmenn í bílakjallaranum. Þetta er menningarhús.“Textinn á skiltunum er augljós tilvísun í texta úr tveimur popplögum. Annars vegar Hello með Lionel Ritchie og Dream a little dream sem fjölmargir popparar hafa sungið í gegnum tíðina.Að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við Hello.Ósmekklegt og plebbalegt Kristinn segir í samtali við Vísi að auðvitað sé ekki um neitt stórmál að ræða. Honum hafi þó fundist eðlilegt að vekja athygli á þessu enda skiltin hrikalega ósmekkleg. „Þetta er bara aulalegt og særir augað og máltilfinninguna. Þetta er Menningahrús Íslendinga. Af hverju að vera með einhverja klósettfrasa á ensku?“ Söngvarinn á ekki von á öðru en að skiltin verði endurskoðuð. „Það tekur engu tali hvað þetta er ósmekklegt og plebbalega að þessu staðið.“Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar sagði Diljá Ámundardóttir þegar gjaldtakan var kynnt í júní.VísirVarðandi gjaldskylduna sjálfa segir hann eflaust mega færa fyrir því rök. „Áður en var gjaldskylda var þetta stærsta almenningsklósett á Íslandi. Rúturnar komu með túristina. Sorgarsaga salerna á Íslandi. Frekar en að skíta í garð á Túngötunni fer fólk í Hörpu. Þetta voru aðallega túristar sem notuðu þetta.“ 2,6 milljarða króna taprekstur var á Hörpu á árunum 2011 til 2016. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sagði við Vísi á dögunum að klósettgjaldið og sömuleiðis gjald fyrir að skoða húsið, 1500 krónur, sé meðal annars liður í að auka tekjur hússins. Kristinn verður sem fyrr segir í eldlínunni í Hörpu í kvöld með stórskotaliði óperunnar og klassískrar tónlistar á Íslandi. Þá verða uppáhalds óperuaríur Íslendinga verða fluttar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslenskum óperusöngvurum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, sá Íslendingur sem að margra mati hefur náð lengst á sviði sönglistarinnar, lenti í orðaskaki við starfsmann Hörpu í morgun. Ástæðan var sú að Kristni, sem verður á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt rjóma íslenskra söngvara, var brugðið eftir að hafa séð skilti vegna gjaldskyldu fyrir salernin í kjallara Hörpu. Eins og fram hefur komið hófst gjaldskylda í tónleika- og ráðstefnuhúsinu í sumar og kostar 300 krónur að gera þarfir sínar. „Ég var þarna áðan og lenti í smá orðasennu við þennan unga mann,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Hann lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook.Kristinn Sigmundsson er að flestra mati númer eitt í íslenska óperuheiminum.Vísir/GVAHello is it WC you're looking for„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi: “Hello is it WC you're looking for?” Eða “Dream a little dream of WC...” “Gotta go?”Hvaða giljagaurum datt þetta eiginlega í hug?Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim: “We don't take pictures here”. Ég sagði honum “it's a free country” . -“Not here” sagði hann og benti aftur fyrir sig“.„Ég nenni ekki að tíunda frekar orðaskiptin en ég skora á náðhúsadeild Hörpu að endurskoða þetta. Svo mætti gjarnan ráða í þetta trúnaðarstarf fólk sem talar Íslensku og kann almenna mannasiði. Það gildir reyndar líka um starfsmenn í bílakjallaranum. Þetta er menningarhús.“Textinn á skiltunum er augljós tilvísun í texta úr tveimur popplögum. Annars vegar Hello með Lionel Ritchie og Dream a little dream sem fjölmargir popparar hafa sungið í gegnum tíðina.Að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við Hello.Ósmekklegt og plebbalegt Kristinn segir í samtali við Vísi að auðvitað sé ekki um neitt stórmál að ræða. Honum hafi þó fundist eðlilegt að vekja athygli á þessu enda skiltin hrikalega ósmekkleg. „Þetta er bara aulalegt og særir augað og máltilfinninguna. Þetta er Menningahrús Íslendinga. Af hverju að vera með einhverja klósettfrasa á ensku?“ Söngvarinn á ekki von á öðru en að skiltin verði endurskoðuð. „Það tekur engu tali hvað þetta er ósmekklegt og plebbalega að þessu staðið.“Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar sagði Diljá Ámundardóttir þegar gjaldtakan var kynnt í júní.VísirVarðandi gjaldskylduna sjálfa segir hann eflaust mega færa fyrir því rök. „Áður en var gjaldskylda var þetta stærsta almenningsklósett á Íslandi. Rúturnar komu með túristina. Sorgarsaga salerna á Íslandi. Frekar en að skíta í garð á Túngötunni fer fólk í Hörpu. Þetta voru aðallega túristar sem notuðu þetta.“ 2,6 milljarða króna taprekstur var á Hörpu á árunum 2011 til 2016. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sagði við Vísi á dögunum að klósettgjaldið og sömuleiðis gjald fyrir að skoða húsið, 1500 krónur, sé meðal annars liður í að auka tekjur hússins. Kristinn verður sem fyrr segir í eldlínunni í Hörpu í kvöld með stórskotaliði óperunnar og klassískrar tónlistar á Íslandi. Þá verða uppáhalds óperuaríur Íslendinga verða fluttar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslenskum óperusöngvurum undir stjórn Daníels Bjarnasonar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira