Héraðsdómur féllst á kröfu um sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 15:31 Hanna Kristín Skaftadóttir hefur kært Magnús Jónsson fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hanna Kristín Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið. Það felur í sér að Magnús má hvorki nálgast Hönnu Kristínu né hafa samband við hana en verjandi Magnúsar hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.Hanna Kristín greindi frá því á Facebook í liðinni viku að lögreglan hefði þann 26. júlí synjað beiðni hennar um nálgunarbann. Hún spurði hvað þyrfti til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en hún hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrr í sumar, þegar greint var frá því að Magnús bæri fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrgreint heimilisofbeldi. Þá birti Hanna Kristín myndir af áverkum sem hann veitti henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju. Í samtali við Vísi í gær sagði Magnús að ákvörðun lögreglustjórans um nálgunarbann hefði komið sér verulega á óvart. Dómsmál Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið. Það felur í sér að Magnús má hvorki nálgast Hönnu Kristínu né hafa samband við hana en verjandi Magnúsar hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.Hanna Kristín greindi frá því á Facebook í liðinni viku að lögreglan hefði þann 26. júlí synjað beiðni hennar um nálgunarbann. Hún spurði hvað þyrfti til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en hún hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrr í sumar, þegar greint var frá því að Magnús bæri fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrgreint heimilisofbeldi. Þá birti Hanna Kristín myndir af áverkum sem hann veitti henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju. Í samtali við Vísi í gær sagði Magnús að ákvörðun lögreglustjórans um nálgunarbann hefði komið sér verulega á óvart.
Dómsmál Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15
Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00