Airbnb dýrast á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 20:00 Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira