Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 21:00 Helga er enn að byggja sig upp eftir störf sín hjá Stígamótum og hefur verið óvinnufær í nokkurn tíma. Vísir/skjáskot Úttekt sem var gerð á starfsumhverfi í Stígamótum þykir sýna að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks. Úttektin var gerð eftir að tíu konur stigu fram og sögðu einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum. Þær ætla að funda á morgun og íhuga næstu skref. Aldrei var sóst eftir að heyra þeirra hlið á málinu á meðan úttekt stóð yfir. Í síðasta mánuði skrifaði Helga Baldvins Bjargardóttir um starf sitt hjá Stígamótum á facebooksíðu sína. Hún lýsti skorti á fagmennsku og ofbeldisfullum viðbrögðum stjórnenda þegar hún leyfði sér að gagnrýna vinnubrögðin. Í kjölfarið stigu níu konur fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af störfum hjá Stígamótum. Um leið steig Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta og yfirmaður starfsmannamála, til hliðar en ásökunum um slæma stjórnarhætti er beint að henni. Úttekt var gerð á starfsháttum Stígamóta og niðurstaðan gerð opinber í vikunni: Að ekkert ami að starfsumhverfinu og Guðrún hafi tekið til starfa að nýju. „Ég náttúrulega vonaðist til þess og við allar - þessar níu konur - að þau myndu vinna þetta faglega og tala við okkur og fá okkar sjónarhorn. En núna hefur komið í ljós að það var ekki vilji fyrir því og því munum við hittast á morgun og ræða næstu skref," segir Helga og býst hún við að hinar konurnar muni nú deila reynslu sinni af Stígamótum en hingað til hafa þær ekki viljað ræða það við fjölmiðla. Helga segir Stígamót gerast sek um allt það sem þau gagnrýna meinta gerendur og aðstandendur þeirra fyrir. „Þannig að þetta er afhjúpandi fyrir stöðuna. Í staðinn fyrir að hlusta á brotaþola og reyna að gera betur, þá fer allt í vörn og sagt að allt sé svo fínt." Helga segist hafa fengið góð viðbrögð - og að margir virðist hafa sömu reynslu. „En svo er líka ákveðin þögn. Feministar þegja, Kvennahreyfingin þegir. En ég bjóst við meira skítkasti þannig að það er alla vega ánægjulegt." Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Úttekt sem var gerð á starfsumhverfi í Stígamótum þykir sýna að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks. Úttektin var gerð eftir að tíu konur stigu fram og sögðu einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum. Þær ætla að funda á morgun og íhuga næstu skref. Aldrei var sóst eftir að heyra þeirra hlið á málinu á meðan úttekt stóð yfir. Í síðasta mánuði skrifaði Helga Baldvins Bjargardóttir um starf sitt hjá Stígamótum á facebooksíðu sína. Hún lýsti skorti á fagmennsku og ofbeldisfullum viðbrögðum stjórnenda þegar hún leyfði sér að gagnrýna vinnubrögðin. Í kjölfarið stigu níu konur fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af störfum hjá Stígamótum. Um leið steig Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta og yfirmaður starfsmannamála, til hliðar en ásökunum um slæma stjórnarhætti er beint að henni. Úttekt var gerð á starfsháttum Stígamóta og niðurstaðan gerð opinber í vikunni: Að ekkert ami að starfsumhverfinu og Guðrún hafi tekið til starfa að nýju. „Ég náttúrulega vonaðist til þess og við allar - þessar níu konur - að þau myndu vinna þetta faglega og tala við okkur og fá okkar sjónarhorn. En núna hefur komið í ljós að það var ekki vilji fyrir því og því munum við hittast á morgun og ræða næstu skref," segir Helga og býst hún við að hinar konurnar muni nú deila reynslu sinni af Stígamótum en hingað til hafa þær ekki viljað ræða það við fjölmiðla. Helga segir Stígamót gerast sek um allt það sem þau gagnrýna meinta gerendur og aðstandendur þeirra fyrir. „Þannig að þetta er afhjúpandi fyrir stöðuna. Í staðinn fyrir að hlusta á brotaþola og reyna að gera betur, þá fer allt í vörn og sagt að allt sé svo fínt." Helga segist hafa fengið góð viðbrögð - og að margir virðist hafa sömu reynslu. „En svo er líka ákveðin þögn. Feministar þegja, Kvennahreyfingin þegir. En ég bjóst við meira skítkasti þannig að það er alla vega ánægjulegt."
Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00 Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50
Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22
Stígamótakonur stíga ekki fram Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna málsins. 29. júní 2017 07:00
Vonsvikin með rannsókn Stígamóta "Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi afgreitt þetta svona,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, um það að Guðrún Jónsdóttir muni taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta. 22. júlí 2017 07:00