Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 12:16 Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri Rangárþings eystra. Vísir/Vilhelm Bílastæðagjald hefur verið tekið upp við Seljalandsfoss og verður fjármagnið nýtt til uppbyggingar innviða við fossinn. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra og Landeigendafélag Seljalandsfoss standa sameiginlega að gjaldtökunni. Gjald fyrir hvern bíl er 700 krónur og þrjú þúsund krónur fyrir rútur á hvern sólarhring. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Seljalandsfoss ár hvert en talið er að þeir hafi verið í kringum fimm hundruð þúsund talsins í fyrra.Full þörf á úrbótum Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að í ljósi þessa mikla fjölda sé full þörf á úrbótum við fossinn. Sveitarfélagið sjálft hafi verið um þrjátíu milljónum króna í starfsemina en segist ekki geta svarað til um hvað sé gert ráð fyrir að miklir fjármunir komi inn með gjaldtökunni. „Við ætlum að nýta þá peninga sem koma inn til uppbyggingar við Seljalandsfoss þannig að aðstaða verði þar betri og að sveitarfélagið sé ekki að verja peningum úr sveitarsjóði til þessarar starfsemi.“ Hann segir að til að mynda að salernisaðstaðan anni ekki öllum þessum fjölda. „Það koma mjög mikið af ferðamönnum og er til þess að gera léleg salernisaðstaða og þess háttar sem við höfum þó verið að bæta núna í ár. En við höfum fyrst og fremst talað um að nýta það fjármagn sem kemur inn til að geta eflt starfsemina á þessu svæði.“Verður gjaldtakan tímabundin? „Það hefur í sjálfu sér ekkert verið ákveðið um það en peningarnir sem inn koma verður fyrst og fremst varið til þess að laga aðstöðuna við Seljalandsfoss,“ segir Ísólfur Gylfi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Bílastæðagjald hefur verið tekið upp við Seljalandsfoss og verður fjármagnið nýtt til uppbyggingar innviða við fossinn. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra og Landeigendafélag Seljalandsfoss standa sameiginlega að gjaldtökunni. Gjald fyrir hvern bíl er 700 krónur og þrjú þúsund krónur fyrir rútur á hvern sólarhring. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Seljalandsfoss ár hvert en talið er að þeir hafi verið í kringum fimm hundruð þúsund talsins í fyrra.Full þörf á úrbótum Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að í ljósi þessa mikla fjölda sé full þörf á úrbótum við fossinn. Sveitarfélagið sjálft hafi verið um þrjátíu milljónum króna í starfsemina en segist ekki geta svarað til um hvað sé gert ráð fyrir að miklir fjármunir komi inn með gjaldtökunni. „Við ætlum að nýta þá peninga sem koma inn til uppbyggingar við Seljalandsfoss þannig að aðstaða verði þar betri og að sveitarfélagið sé ekki að verja peningum úr sveitarsjóði til þessarar starfsemi.“ Hann segir að til að mynda að salernisaðstaðan anni ekki öllum þessum fjölda. „Það koma mjög mikið af ferðamönnum og er til þess að gera léleg salernisaðstaða og þess háttar sem við höfum þó verið að bæta núna í ár. En við höfum fyrst og fremst talað um að nýta það fjármagn sem kemur inn til að geta eflt starfsemina á þessu svæði.“Verður gjaldtakan tímabundin? „Það hefur í sjálfu sér ekkert verið ákveðið um það en peningarnir sem inn koma verður fyrst og fremst varið til þess að laga aðstöðuna við Seljalandsfoss,“ segir Ísólfur Gylfi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00