Ólafur segir sig frá formennsku Neytendasamtakanna Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2017 16:16 Ólafur sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann fer hörðum orðum um stjórn Neytendasamtakanna. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna var nú rétt í þessu að senda frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem kemur fram að hann segi sig frá formennsku í Neytendasamtökunum. Yfirlýsingin, sem fer hér í heild sinni neðar, er harðorð en Ólafur segir meðal annars stjórn Neytendasamtakanna hafa borið sig þungum tilhæfulausum ásökunum og beinlínis logið uppá sig. „Enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. Enginn fótur er heldur fyrir því að fjárhagslegur vandi samtakanna sé vegna útgjalda. Samtökin glíma við alvarlegan tekjuvanda og um það er stjórnin fullkomlega meðvituð enda þótt hún kjósi að skrifa margra ára uppsafnaðan vanda sinn á minn reikning,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ólafs. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa nú um hríð staðið yfir væringar milli stjórnar og formanns, eins og sjá má á meðfylgjandi fréttum hér neðar.Yfirlýsing Ólafs í heild sinni „Engum sem fylgst hefur með ágreiningi innan stjórnar Neytendasamkanna getur dulist að hann hefur laskað ímynd þeirra. Engum sem til samtakanna þekkir getur heldur dulist að um margra ára skeið hafa þau visnað og veikst með margvíslegum hætti og í raun flotið hægt og bítandi að feigðarósi. Skýrastu einkenni þessarar óheillaþróunar má annars vegar sjá í fækkun félagsmanna og hins vegar í því að þjónustusamningar við stjórnvöld eru aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Láta mun nærri að frá aldamótum hafi tekjur af samningum við ríkið um neytendaaðstoð minnkað um 80% og auðvitað munar um minna. Taprekstur undanfarinna ára skýrist af miklum tekjusamdrætti en ekki auknum útgjöldum. Það er kjarni málsins. Ég tók við formennsku í Neytendasamtökunum í október á síðasta ári til þess að freista þess að blása lífi í glæðurnar og nýta augljós tækifæri til nýrrar sóknar. Stærsta áherslumál mitt var að nota tæknina í þágu neytenda með því að koma á fót appi fyrir snjalltæki, sem færir m.a. verðsamanburð í lófann á neytendum. Þremur mánuðum eftir að ég var kosinn formaður kynntu Neytendasamtökin, ásamt hugbúnaðarfrumkvöðlunum í Strimlinum ehf., appið Neytandann. Neytandinn er eitt vinsælasta appið á Íslandi og notendur eru orðnir á þriðja tug þúsunda. Vel á annað hundrað þúsund strimlar hafa verið lesnir inn í gagnagrunn og næstum 1,5 milljón verðmælingar. Á hverjum degi eru lesnar u.þ.b. 5000 verðmælingar inn í gagnagrunninn. Þessari nýju tækni var einnig ætlað að renna styrkum stoðum undir nýja og umfangsmeiri þjónustusamninga við ríkið og endurreisa þannig viðunandi rekstrargrundvöll fyrir áframhaldandi starf samtakanna. Þegar stjórn samtakanna hefur nú tekið þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki þeirra er ljóst að Neytendasamtökin hafa enga burði til að efna skuldbindingar sínar vegna núgildandi samninga og vandséð er að stjórnvöld muni ganga til nýrra samninga við samtök sem því miður virðast vera við það að liðast endanlega í sundur. Það er mikið áhyggjuefni og auðvitað yrðu það mikil vonbrigði ef samtökin næðu ekki að gegna áfram hinu þýðingarmikla hlutverki sínu í varðstöðu um hag neytenda í landinu. Stjórn Neytendasamtakanna hefur borðið mig þungum sökum. Allar eru þær á skjön við raunveruleikann og sumar beinlínis upplognar. Ég hef hrakið þessar ávirðingar lið fyrir lið með þeim afleiðingum að í síðustu yfirlýsingu sinni lætur stjórnin sér nægja að halda því fram í almennum orðum og án nokkurs rökstuðnings að alvarleg fjárhagsstaða sé „að mestu leyti tilkomin vegna óhóflega útgjalda“ sem ég hafi „efnt til án aðkomu stjórnar“. Enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. Enginn fótur er heldur fyrir því að fjárhagslegur vandi samtakanna sé vegna útgjalda. Samtökin glíma við alvarlegan tekjuvanda og um það er stjórnin fullkomlega meðvituð enda þótt hún kjósi að skrifa margra ára uppsafnaðan vanda sinn á minn reikning. Enda þótt ég telji mikið hafa áunnist í sókn Neytendasamtakanna á síðustu mánuðum og að sýnileiki samtakanna hafi aukist verulega verður ekki fram hjá því litið að óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt mig bæði í starfi mínu fyrir samtökin og einnig í átökunum innan stjórnarinnar. Ég segi hér með af mér sem formaður Neytendasamtakanna og læt um leið í ljós þá von að þeim sem standa munu við stjórnvölinn á næstu misserum og árum muni takast að rétta skútuna við. Ólafur Arnarson“ Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15 Telur heppilegast að allir í stjórn Neytendasamtakanna segi af sér Fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna segir ófremdarástand ríkja. 10. júlí 2017 10:04 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna var nú rétt í þessu að senda frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem kemur fram að hann segi sig frá formennsku í Neytendasamtökunum. Yfirlýsingin, sem fer hér í heild sinni neðar, er harðorð en Ólafur segir meðal annars stjórn Neytendasamtakanna hafa borið sig þungum tilhæfulausum ásökunum og beinlínis logið uppá sig. „Enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. Enginn fótur er heldur fyrir því að fjárhagslegur vandi samtakanna sé vegna útgjalda. Samtökin glíma við alvarlegan tekjuvanda og um það er stjórnin fullkomlega meðvituð enda þótt hún kjósi að skrifa margra ára uppsafnaðan vanda sinn á minn reikning,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ólafs. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa nú um hríð staðið yfir væringar milli stjórnar og formanns, eins og sjá má á meðfylgjandi fréttum hér neðar.Yfirlýsing Ólafs í heild sinni „Engum sem fylgst hefur með ágreiningi innan stjórnar Neytendasamkanna getur dulist að hann hefur laskað ímynd þeirra. Engum sem til samtakanna þekkir getur heldur dulist að um margra ára skeið hafa þau visnað og veikst með margvíslegum hætti og í raun flotið hægt og bítandi að feigðarósi. Skýrastu einkenni þessarar óheillaþróunar má annars vegar sjá í fækkun félagsmanna og hins vegar í því að þjónustusamningar við stjórnvöld eru aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Láta mun nærri að frá aldamótum hafi tekjur af samningum við ríkið um neytendaaðstoð minnkað um 80% og auðvitað munar um minna. Taprekstur undanfarinna ára skýrist af miklum tekjusamdrætti en ekki auknum útgjöldum. Það er kjarni málsins. Ég tók við formennsku í Neytendasamtökunum í október á síðasta ári til þess að freista þess að blása lífi í glæðurnar og nýta augljós tækifæri til nýrrar sóknar. Stærsta áherslumál mitt var að nota tæknina í þágu neytenda með því að koma á fót appi fyrir snjalltæki, sem færir m.a. verðsamanburð í lófann á neytendum. Þremur mánuðum eftir að ég var kosinn formaður kynntu Neytendasamtökin, ásamt hugbúnaðarfrumkvöðlunum í Strimlinum ehf., appið Neytandann. Neytandinn er eitt vinsælasta appið á Íslandi og notendur eru orðnir á þriðja tug þúsunda. Vel á annað hundrað þúsund strimlar hafa verið lesnir inn í gagnagrunn og næstum 1,5 milljón verðmælingar. Á hverjum degi eru lesnar u.þ.b. 5000 verðmælingar inn í gagnagrunninn. Þessari nýju tækni var einnig ætlað að renna styrkum stoðum undir nýja og umfangsmeiri þjónustusamninga við ríkið og endurreisa þannig viðunandi rekstrargrundvöll fyrir áframhaldandi starf samtakanna. Þegar stjórn samtakanna hefur nú tekið þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki þeirra er ljóst að Neytendasamtökin hafa enga burði til að efna skuldbindingar sínar vegna núgildandi samninga og vandséð er að stjórnvöld muni ganga til nýrra samninga við samtök sem því miður virðast vera við það að liðast endanlega í sundur. Það er mikið áhyggjuefni og auðvitað yrðu það mikil vonbrigði ef samtökin næðu ekki að gegna áfram hinu þýðingarmikla hlutverki sínu í varðstöðu um hag neytenda í landinu. Stjórn Neytendasamtakanna hefur borðið mig þungum sökum. Allar eru þær á skjön við raunveruleikann og sumar beinlínis upplognar. Ég hef hrakið þessar ávirðingar lið fyrir lið með þeim afleiðingum að í síðustu yfirlýsingu sinni lætur stjórnin sér nægja að halda því fram í almennum orðum og án nokkurs rökstuðnings að alvarleg fjárhagsstaða sé „að mestu leyti tilkomin vegna óhóflega útgjalda“ sem ég hafi „efnt til án aðkomu stjórnar“. Enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. Enginn fótur er heldur fyrir því að fjárhagslegur vandi samtakanna sé vegna útgjalda. Samtökin glíma við alvarlegan tekjuvanda og um það er stjórnin fullkomlega meðvituð enda þótt hún kjósi að skrifa margra ára uppsafnaðan vanda sinn á minn reikning. Enda þótt ég telji mikið hafa áunnist í sókn Neytendasamtakanna á síðustu mánuðum og að sýnileiki samtakanna hafi aukist verulega verður ekki fram hjá því litið að óvinnandi vegur er fyrir mig að vinna að áframhaldandi framgangi þeirra við núverandi aðstæður innan stjórnarinnar. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt mig bæði í starfi mínu fyrir samtökin og einnig í átökunum innan stjórnarinnar. Ég segi hér með af mér sem formaður Neytendasamtakanna og læt um leið í ljós þá von að þeim sem standa munu við stjórnvölinn á næstu misserum og árum muni takast að rétta skútuna við. Ólafur Arnarson“
Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15 Telur heppilegast að allir í stjórn Neytendasamtakanna segi af sér Fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna segir ófremdarástand ríkja. 10. júlí 2017 10:04 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39
Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15
Telur heppilegast að allir í stjórn Neytendasamtakanna segi af sér Fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna segir ófremdarástand ríkja. 10. júlí 2017 10:04