Ráðherra vill fresta sölu á fjölda íbúða Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2017 10:02 Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra vísir/ernir Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira