Ekki útlit fyrir Kötlugos eins og staðan er í dag Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. júní 2017 13:33 Katla sefur rótt enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Skjálftahrina í Kötlu hefur verið nokkur undanfarna daga. Sumir skjálftar hafa verið á miklu dýpi en þó ekki margir. Stærsti skjálftinn í þessari viku mældist þann 20. júní og var 3,6 að stærð. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir þetta en segir þó að ekki sé útlit fyrir gosi á næstunni. „Hún hefur venjulega sýnt meiri virkni á sumrin síðustu ár og við teljum að það sé vegna bráðnunar og leysingavatns. Þá minnkar fargið á jöklinum og það getur valdið jarðskjálftum. Hún er búin að vera róleg í dag. Þetta var líka svona í fyrra en við fylgjumst grannt með þessu og sjáum hvernig þetta þróast,“ segir Sigríður Magnea og nefnir að Katla sé alveg á áætlun hvað þetta varðar þar sem skjálftahrina hafi byrjað um sama leyti í fyrra. „Það er örugglega einhverjar kvikuhreyfingar en það er ekki eins og hún sé á leiðinni upp á yfirborðið,“ segir Sigríður Magnea og nefnir að þau séu með mikið eftirlit með Kötlu. Sigríður Magnea segir að ef stærri skjálftar aukast ásamt rafleiðni í ám, fyrir tilstilli aukins jarðhitavatns, þá sé líklegt að Katla sé að vakna af tæplega hundrað ára svefni, en eins og staðan er núna geti fólk andað rólega. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómar Ragnarsson: „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga'“ Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. 28. janúar 2017 23:30 Öll fjögur virkustu eldfjöllin í einhvers konar ham "Við getum litið sagt hvað gerist í næstu viku en við getum sagt hvað gerist á næsta klukkutíma.“ 2. febrúar 2017 12:00 Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. 27. janúar 2017 21:30 Stór skjálfti í Kötlu í morgun Engin merki um gosóróa. 5. janúar 2017 09:19 Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. 31. janúar 2017 19:32 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Sjá meira
Skjálftahrina í Kötlu hefur verið nokkur undanfarna daga. Sumir skjálftar hafa verið á miklu dýpi en þó ekki margir. Stærsti skjálftinn í þessari viku mældist þann 20. júní og var 3,6 að stærð. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir þetta en segir þó að ekki sé útlit fyrir gosi á næstunni. „Hún hefur venjulega sýnt meiri virkni á sumrin síðustu ár og við teljum að það sé vegna bráðnunar og leysingavatns. Þá minnkar fargið á jöklinum og það getur valdið jarðskjálftum. Hún er búin að vera róleg í dag. Þetta var líka svona í fyrra en við fylgjumst grannt með þessu og sjáum hvernig þetta þróast,“ segir Sigríður Magnea og nefnir að Katla sé alveg á áætlun hvað þetta varðar þar sem skjálftahrina hafi byrjað um sama leyti í fyrra. „Það er örugglega einhverjar kvikuhreyfingar en það er ekki eins og hún sé á leiðinni upp á yfirborðið,“ segir Sigríður Magnea og nefnir að þau séu með mikið eftirlit með Kötlu. Sigríður Magnea segir að ef stærri skjálftar aukast ásamt rafleiðni í ám, fyrir tilstilli aukins jarðhitavatns, þá sé líklegt að Katla sé að vakna af tæplega hundrað ára svefni, en eins og staðan er núna geti fólk andað rólega.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ómar Ragnarsson: „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga'“ Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. 28. janúar 2017 23:30 Öll fjögur virkustu eldfjöllin í einhvers konar ham "Við getum litið sagt hvað gerist í næstu viku en við getum sagt hvað gerist á næsta klukkutíma.“ 2. febrúar 2017 12:00 Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. 27. janúar 2017 21:30 Stór skjálfti í Kötlu í morgun Engin merki um gosóróa. 5. janúar 2017 09:19 Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. 31. janúar 2017 19:32 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Sjá meira
Ómar Ragnarsson: „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga'“ Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. 28. janúar 2017 23:30
Öll fjögur virkustu eldfjöllin í einhvers konar ham "Við getum litið sagt hvað gerist í næstu viku en við getum sagt hvað gerist á næsta klukkutíma.“ 2. febrúar 2017 12:00
Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. 27. janúar 2017 21:30
Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. 31. janúar 2017 19:32