Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 19:45 Theresa May ræðir við Dalia Grybauskaite, forseta Litháen, og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Vísir/afp Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00
Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39
Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52