Enskan valtar yfir allt og alla Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2017 11:08 Óvænt reyndist viðtal sem Halla Þórlaug tók við norskan rithöfund nokkuð umdeilt. Viðtal við norskan rithöfund, sem var á dagskrá RUV í gærkvöldi, ætlar að reynast umdeilt. Ekki vegna neins þess sem fram kom í máli rithöfundarins, né spyrilsins ef því er að skipta, heldur sú staðreynd að Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræddi við Karl Ove Knausgård á ensku. Þeir sem berjast fyrir íslenskunni og menningarlegum fjölbreytileika, orðsins menn, eru hneykslaðir á RÚV. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur er einn þeirra og segir á Facebooksíðu sinni; „þykist vera víðsýnn og umburðarlyndur, en mér finnst samt að það sé skandall að Ríkissjónvarpið tali við norskan höfund á ensku. Hnuss.“Norðmaðurinn kann ekki íslenskuOg Mörður Árnason, sem einnig er íslenskufræðingur, spyr: „Af hverju talar íslenskur spyrill á ensku við norskan rithöfund í íslenska sjónvarpinu?“ Bergsteinn Sigurðsson, menningarritstjóri Ríkissjónvarpsins, svarar að bragði: „Af því að Norðmaðurinn kann ekki íslensku.“ Afar skemmtilegar og athyglisverðar umræður hafa vaknað á Facebook, hinum og þessum þráðum, vegna þessa álitaefnis og sitt sýnist hverjum. Eiríkur færir þau rök fyrir máli sínu að eitt svona viðtal skipti engu máli, frekar en eitt enskt fyrirtækisheiti, ein samkoma með ensku nafni. „En allt er þetta liður í sömu þróun - að enskan valti yfir önnur tungumál. Af því að við leyfum henni að gera það.“Ábyrgð RíkisútvarpsinsEiríkur segir jafnframt: „Ef þetta væri á Stöð 2 hefði ég ekki kippt mér upp við það. En þetta er Ríkisútvarpið og mér finnst að það eigi að hafa stefnu en ekki láta berast með straumnum. Ef ekki fannst neinn innanhúss til að taka viðtalið á skandinavísku hefði vel verið hægt að leita til annarra, t.d. rithöfunda.“ Bogi Ágústsson, hinn þaulreyndi sjónvarpsmaður, leggur orð í belg á síðu Marðar: „Góð spurning. Stundum finnst mér að félagar mínir á RÚV líti á mig sem steinaldarmann þegar ég skammast yfir því að rætt sé við Norðurlandabúa á ensku.“ Hildur Helga Sigurðardóttir er ágætt dæmi um þá sem eru óhressir og á þessari línu: „Mér þykir alltaf jafn leiðinlegt, jafnvel aumingjalegt, að heyra Norðurlandabúa ræða saman á ensku. Finnum er kannski vorkunn, enda er finnska hreinlega ekkert skyld öðrum Norðurlandamálum, ólíkt íslenskunni.“Blanbinavíska og jafnréttisgrundvöllurEn, svo eru það þeir sem telja ekkert að þessu. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er til að mynda ekki sammála þessu sjónarmiði: „Enskan er alþjóðamál þar sem tveir einstaklingar af ólíku þjóðerni mætast á jafnréttisgrundvelli, í stað þess að tala móðurmál annars - „þess stóra“ í þessum samskiptum,“ segir hann á síðu Eiríks. Og enn annar sem lætur málið til sín taka er Jón Gnarr skemmtikraftur og rithöfundur með meiru. Hann sér ekkert athugavert við það þó Íslendingur tali ensku við Skandinava: „flestir tala ágæta ensku og bara fínt að notast við hana. það er löngu tími til kominn að við hættum þessum rembingi að það sé á einhvern hátt göfugt eða merkilegt að tala hrafl í dönsku eða þetta hrognamál sem kallað er blandinaviska,“ segir Jón Gnarr á sinni Facebooksíðu.Leggjum niður dönskunaOg Jón Gnarr spyr af hverju að tala eins og bjáni ef þeir sem ræða saman skilja ensku vel? „í norrænu samstarfi er það svo að svíar og norðmenn skilja hvor annan en enginn skilur dani og svo sitja finnar og íslendingar afskiptir og þurfa að bjarga sér einsog vel og þeir geta. og útaf þessu eiga eystrasalts þjóðirnar ekki séns á að taka þátt í norrænu samstarfi. það er allt í lagi að monta sig ef maður lærði í lundi eða þrándheimi en plís ekki gera þá kröfu á alla. og svo legg ég til, enn og aftur, að þeim klafa verði aflétt af börnum að vera skylt að læra dönsku. það eru fáir sem tala það tungumál og enginn skilur það, þeir skilja ekki einu sinni hvern annan.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Viðtal við norskan rithöfund, sem var á dagskrá RUV í gærkvöldi, ætlar að reynast umdeilt. Ekki vegna neins þess sem fram kom í máli rithöfundarins, né spyrilsins ef því er að skipta, heldur sú staðreynd að Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræddi við Karl Ove Knausgård á ensku. Þeir sem berjast fyrir íslenskunni og menningarlegum fjölbreytileika, orðsins menn, eru hneykslaðir á RÚV. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur er einn þeirra og segir á Facebooksíðu sinni; „þykist vera víðsýnn og umburðarlyndur, en mér finnst samt að það sé skandall að Ríkissjónvarpið tali við norskan höfund á ensku. Hnuss.“Norðmaðurinn kann ekki íslenskuOg Mörður Árnason, sem einnig er íslenskufræðingur, spyr: „Af hverju talar íslenskur spyrill á ensku við norskan rithöfund í íslenska sjónvarpinu?“ Bergsteinn Sigurðsson, menningarritstjóri Ríkissjónvarpsins, svarar að bragði: „Af því að Norðmaðurinn kann ekki íslensku.“ Afar skemmtilegar og athyglisverðar umræður hafa vaknað á Facebook, hinum og þessum þráðum, vegna þessa álitaefnis og sitt sýnist hverjum. Eiríkur færir þau rök fyrir máli sínu að eitt svona viðtal skipti engu máli, frekar en eitt enskt fyrirtækisheiti, ein samkoma með ensku nafni. „En allt er þetta liður í sömu þróun - að enskan valti yfir önnur tungumál. Af því að við leyfum henni að gera það.“Ábyrgð RíkisútvarpsinsEiríkur segir jafnframt: „Ef þetta væri á Stöð 2 hefði ég ekki kippt mér upp við það. En þetta er Ríkisútvarpið og mér finnst að það eigi að hafa stefnu en ekki láta berast með straumnum. Ef ekki fannst neinn innanhúss til að taka viðtalið á skandinavísku hefði vel verið hægt að leita til annarra, t.d. rithöfunda.“ Bogi Ágústsson, hinn þaulreyndi sjónvarpsmaður, leggur orð í belg á síðu Marðar: „Góð spurning. Stundum finnst mér að félagar mínir á RÚV líti á mig sem steinaldarmann þegar ég skammast yfir því að rætt sé við Norðurlandabúa á ensku.“ Hildur Helga Sigurðardóttir er ágætt dæmi um þá sem eru óhressir og á þessari línu: „Mér þykir alltaf jafn leiðinlegt, jafnvel aumingjalegt, að heyra Norðurlandabúa ræða saman á ensku. Finnum er kannski vorkunn, enda er finnska hreinlega ekkert skyld öðrum Norðurlandamálum, ólíkt íslenskunni.“Blanbinavíska og jafnréttisgrundvöllurEn, svo eru það þeir sem telja ekkert að þessu. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er til að mynda ekki sammála þessu sjónarmiði: „Enskan er alþjóðamál þar sem tveir einstaklingar af ólíku þjóðerni mætast á jafnréttisgrundvelli, í stað þess að tala móðurmál annars - „þess stóra“ í þessum samskiptum,“ segir hann á síðu Eiríks. Og enn annar sem lætur málið til sín taka er Jón Gnarr skemmtikraftur og rithöfundur með meiru. Hann sér ekkert athugavert við það þó Íslendingur tali ensku við Skandinava: „flestir tala ágæta ensku og bara fínt að notast við hana. það er löngu tími til kominn að við hættum þessum rembingi að það sé á einhvern hátt göfugt eða merkilegt að tala hrafl í dönsku eða þetta hrognamál sem kallað er blandinaviska,“ segir Jón Gnarr á sinni Facebooksíðu.Leggjum niður dönskunaOg Jón Gnarr spyr af hverju að tala eins og bjáni ef þeir sem ræða saman skilja ensku vel? „í norrænu samstarfi er það svo að svíar og norðmenn skilja hvor annan en enginn skilur dani og svo sitja finnar og íslendingar afskiptir og þurfa að bjarga sér einsog vel og þeir geta. og útaf þessu eiga eystrasalts þjóðirnar ekki séns á að taka þátt í norrænu samstarfi. það er allt í lagi að monta sig ef maður lærði í lundi eða þrándheimi en plís ekki gera þá kröfu á alla. og svo legg ég til, enn og aftur, að þeim klafa verði aflétt af börnum að vera skylt að læra dönsku. það eru fáir sem tala það tungumál og enginn skilur það, þeir skilja ekki einu sinni hvern annan.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira