Unglingi ógnað og farsíma rænt af honum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2017 10:38 Kristján greinir frá nöturlegri reynslu sonar síns 14 ára gömlum en honum var ógnað í Hafnarfirði og farsíma hans rænt. Lögregla hafði ekki erindi sem erfiði í leit að símanum. Stefán Kristjánsson, fjórtán ára unglingur, lenti í því í Hafnarfirði að tveir menn ógnuðu honum og höfðu af honum farsíma sem hann hafði fengið í fermingargjöf. Faðir Stefáns, Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður með meiru, greinir skilmerkilega frá þessu á Facebooksíðu sinni. Honum er að vonum brugðið og þá ekki síður syni hans. „Hann Stefán okkar (14 ára) lenti í ömurlegu atviki síðasta laugardag þegar hann var á leið til vinar síns í Hafnarfirði með strætó. Hann fer út við Reykjavíkurveg þar sem ungur maður (25-30 ára) stöðvar hann og ávarpar á ensku um að hann vanti síma til að hringja á lögregluna. Stefán sér aumur á manninum, lánar honum símann sinn og hann hrifsar hann af honum og skoðar hátt og lágt. Þegar Stefán biður um símann sinn aftur þá er honum ógnað af manninum sem var með félaga sinn með sér skrefum frá,“ segir Kristján Freyr.Drengurinn og foreldrar hans slegin vegna atviksins Og hann lýsir eftirleiknum: „Þeir strunsa þá burt með símann og Stefán hrópar á eftir þeim en þá gerir annar maðurinn sig líklegan til að ráðast á drenginn. Stefán hleypur þá burt og hinir tveir hverfa svo í aðra átt. Stefán var auðvitað afar ósáttur að tapa símanum sem hann fékk í fermingargjöf í fyrra frá okkur foreldrum hans en hann er einnig mjög sleginn yfir þessari leiðindaupplifun.“ Kristján segir leitt að börn fái þá tilfinningu að þau séu ekki örugg á götum úti: „Pössum uppá krakkana okkar en um leið leyfum ekki ótta eða tortryggni skemma frelsi og sakleysi þeirra.“Lögregla fann símann ekki Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfar þessa atviks og fyrir liggur skýrsla um atburðinn. Rakningarbúnaður var í símanum, sem leiddi til tiltekins heimilisfangs, en ekkert kom út úr því. Símarnir eru fljótir að hverfa vilji menn koma þeim undan. „Svona búnaður gefur ekki mjög nákvæma staðsetningu, hann þrengir leitina verulega en þetta getur verið blokk sem í búa 300 manns, sem dæmi. Þannig að þó síminn gefi upplýsingar um á hvaða svæði hann er, þá er ekki þar með sagt að hægt sé að ganga að honum vísum. En, þrengir leitina vissulega,“ segir Sævar spurður um hvort rakningarbúningur GSM-síma veiti falskt öryggi? Sævar segir farsímastuld algengan en ekki með þessum hætti. Helst er að þeim sé stolið á skemmtistöðum þegar og ef fólk leggur þá frá sér. En, rán með þessum hætti eru ekki algeng. „En vissulega kemur þetta fyrir. Þessi mál eru ekki algeng en poppa upp. En ég hef í sjálfu sér ekkert í höndunum um að þeim sé að fjölga. Ég á erfitt með að svara svona fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni. Erfitt að skjóta einhverju fram um það. En, það er ekki mín tilfinning.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Stefán Kristjánsson, fjórtán ára unglingur, lenti í því í Hafnarfirði að tveir menn ógnuðu honum og höfðu af honum farsíma sem hann hafði fengið í fermingargjöf. Faðir Stefáns, Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður með meiru, greinir skilmerkilega frá þessu á Facebooksíðu sinni. Honum er að vonum brugðið og þá ekki síður syni hans. „Hann Stefán okkar (14 ára) lenti í ömurlegu atviki síðasta laugardag þegar hann var á leið til vinar síns í Hafnarfirði með strætó. Hann fer út við Reykjavíkurveg þar sem ungur maður (25-30 ára) stöðvar hann og ávarpar á ensku um að hann vanti síma til að hringja á lögregluna. Stefán sér aumur á manninum, lánar honum símann sinn og hann hrifsar hann af honum og skoðar hátt og lágt. Þegar Stefán biður um símann sinn aftur þá er honum ógnað af manninum sem var með félaga sinn með sér skrefum frá,“ segir Kristján Freyr.Drengurinn og foreldrar hans slegin vegna atviksins Og hann lýsir eftirleiknum: „Þeir strunsa þá burt með símann og Stefán hrópar á eftir þeim en þá gerir annar maðurinn sig líklegan til að ráðast á drenginn. Stefán hleypur þá burt og hinir tveir hverfa svo í aðra átt. Stefán var auðvitað afar ósáttur að tapa símanum sem hann fékk í fermingargjöf í fyrra frá okkur foreldrum hans en hann er einnig mjög sleginn yfir þessari leiðindaupplifun.“ Kristján segir leitt að börn fái þá tilfinningu að þau séu ekki örugg á götum úti: „Pössum uppá krakkana okkar en um leið leyfum ekki ótta eða tortryggni skemma frelsi og sakleysi þeirra.“Lögregla fann símann ekki Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfar þessa atviks og fyrir liggur skýrsla um atburðinn. Rakningarbúnaður var í símanum, sem leiddi til tiltekins heimilisfangs, en ekkert kom út úr því. Símarnir eru fljótir að hverfa vilji menn koma þeim undan. „Svona búnaður gefur ekki mjög nákvæma staðsetningu, hann þrengir leitina verulega en þetta getur verið blokk sem í búa 300 manns, sem dæmi. Þannig að þó síminn gefi upplýsingar um á hvaða svæði hann er, þá er ekki þar með sagt að hægt sé að ganga að honum vísum. En, þrengir leitina vissulega,“ segir Sævar spurður um hvort rakningarbúningur GSM-síma veiti falskt öryggi? Sævar segir farsímastuld algengan en ekki með þessum hætti. Helst er að þeim sé stolið á skemmtistöðum þegar og ef fólk leggur þá frá sér. En, rán með þessum hætti eru ekki algeng. „En vissulega kemur þetta fyrir. Þessi mál eru ekki algeng en poppa upp. En ég hef í sjálfu sér ekkert í höndunum um að þeim sé að fjölga. Ég á erfitt með að svara svona fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni. Erfitt að skjóta einhverju fram um það. En, það er ekki mín tilfinning.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira