Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:00 Ársæll Hjálmarsson fann fyrir miklum þrýstingi í augu. Eftir að hafa farið milli lækna var loksins staðfest að þetta væri kynsjúkdómurinn sýfilis, eða sárasótt. Hann var lagður inn á spítala hið snarasta og hóf tveggja vikna meðferð. „Ég var með pensilín í æð á fjögurra tíma fresti, hálfan líter um það bil. Allt í allt var þetta 36 lítrar. Þetta er svakalegt álag fyrir líkamann, æðarnar og allt," segir hann. Sýfilis getur valdið blindu, hjarta- heila og taugasjúkdómum og er Ársæll þakklátur fyrir að meðferðin gekk vel og hann læknaður að fullu. Aftur á móti vill hann opna umræðu um kynsjúkdóma en árið 2016 greindust flest tilfelli af sýfilis á Íslandi í fjölda ára, eða 33 tilfelli. „Ég hefði alveg getað haldið kjafti, ekki sagt neitt og bara lifað mínu lífi. En heilbrigðiskerfið er ekki að standa sig í forvarnarstarfinu. Því miður, bara vegna fjármagns." Ársæll segir að með auknum forvörnum færi fólk oftar í skoðun og tæki meiri ábyrgð á kynlífi sínu. „Það væru ekki allir sem myndu stíga fram. Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú, við eigum að tala um þetta, vera opinská og passa upp á náungann." Ársæll segir fordóma ríkja, til að mynda á húð- og kynsjúkdómadeild. „Ef þú ferð í tékk þarftu að gefa upp hvað þú hefur sofið hjá mörgum síðustu tólf mánuði eða frá því að þú fórst síðast í tékk. Ef þú ferð yfir ákveðna tölu , sem ég veit ekki einu sinni hver er, þá færðu þetta augnaráð sem er dæmandi. Svo þegar fólk veit að maður er hinsegin fær maður öðruvísi viðmót." Ársæll sagði sögu sína fyrst í ítarlegu viðtali á GayIceland í vikunni og hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Það tekur alveg á að fá neikvæðu viðbrögðin, ég þarf að setja mig í gírinn til að verða ekki brjálaður. En það eru fleiri jákvæð viðbrögð sem ég fæ, sem betur fer." Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Ársæll Hjálmarsson fann fyrir miklum þrýstingi í augu. Eftir að hafa farið milli lækna var loksins staðfest að þetta væri kynsjúkdómurinn sýfilis, eða sárasótt. Hann var lagður inn á spítala hið snarasta og hóf tveggja vikna meðferð. „Ég var með pensilín í æð á fjögurra tíma fresti, hálfan líter um það bil. Allt í allt var þetta 36 lítrar. Þetta er svakalegt álag fyrir líkamann, æðarnar og allt," segir hann. Sýfilis getur valdið blindu, hjarta- heila og taugasjúkdómum og er Ársæll þakklátur fyrir að meðferðin gekk vel og hann læknaður að fullu. Aftur á móti vill hann opna umræðu um kynsjúkdóma en árið 2016 greindust flest tilfelli af sýfilis á Íslandi í fjölda ára, eða 33 tilfelli. „Ég hefði alveg getað haldið kjafti, ekki sagt neitt og bara lifað mínu lífi. En heilbrigðiskerfið er ekki að standa sig í forvarnarstarfinu. Því miður, bara vegna fjármagns." Ársæll segir að með auknum forvörnum færi fólk oftar í skoðun og tæki meiri ábyrgð á kynlífi sínu. „Það væru ekki allir sem myndu stíga fram. Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú, við eigum að tala um þetta, vera opinská og passa upp á náungann." Ársæll segir fordóma ríkja, til að mynda á húð- og kynsjúkdómadeild. „Ef þú ferð í tékk þarftu að gefa upp hvað þú hefur sofið hjá mörgum síðustu tólf mánuði eða frá því að þú fórst síðast í tékk. Ef þú ferð yfir ákveðna tölu , sem ég veit ekki einu sinni hver er, þá færðu þetta augnaráð sem er dæmandi. Svo þegar fólk veit að maður er hinsegin fær maður öðruvísi viðmót." Ársæll sagði sögu sína fyrst í ítarlegu viðtali á GayIceland í vikunni og hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Það tekur alveg á að fá neikvæðu viðbrögðin, ég þarf að setja mig í gírinn til að verða ekki brjálaður. En það eru fleiri jákvæð viðbrögð sem ég fæ, sem betur fer."
Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00