Ekki líklegt að hlanddólgurinn sé þjakaður af blæti Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 12:37 Pétur Tyrfingsson sálfræðingur segir að ef sér yrði gert að flokka þetta samkvæmt nýjustu greiningartísku þá er um að ræða Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder. „Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“ Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“
Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira