Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey Nadine Guðrún Yaghi og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. júní 2017 11:18 Forseti Íslands segist vera miður sín vegna máls Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, sem í gær fékk lögmannsréttindi sín á ný. Forseti veitti honum uppreist æru samkvæmt tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, í september síðastliðnum. Hann undirstrikar að ákvörðunin sé ekki tekin af honum sjálfum - heldur í ráðuneytinu. Hann biður ekki um vorkunn en óskar þess að fólk sýni sanngirni, þá að teknu tilliti til málsmeðferðarinnar. Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni fjórtán ára og þremur fimmtán ára. Hann komst í samband við stúlkurnar með blekkingum og þóttist Robert til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Greiddi hann tveimur stúlknanna fyrir kynmök.Vísir greindi frá því í gær að ein stúlknanna sem Robert braut gegn þyki sem forsetinn hafi brugðist sér. Guðni Th. Jóhannesson segir að ákvörðun um uppreist sé ekki tekin hjá embætti forseta Íslands. „Það gilda ákveðin lög um uppreist æru, almenn hegningarlög og þeir sem sækja um uppreist æru gera það hjá innanríkisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu eins og það heitir núna. Það er er ákvörðunin tekin, stjórnarathöfnin tekin. Þar vinnur fólk sérþekkingu á lögum og leiðir sig að niðurstöðu út frá því.“Vill loka þá inni og kasta lyklunumHonum finnst þetta mál vera ömurlegt. „Samúð mín er auðvitað öll hjá þeim sem þessi brotamaður braut á. Að þurfa að þola þessa upprifjun núna. Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent. En við búum líka í réttarríki og leyfðu mér að ítreka þetta - ákvörðunin er ekki tekin hérna.“ Vilji fólk fá rökstuðning fyrir þessari ákvörðun þá verði það að beina þeirri beiðni til ráðuneytis. Hann segist ekki hafa vitað um hvaða mann ræddi þegar hann skrifaði undir beiðnina. „Þann 16. september í fyrra fékk ég fjórar svona beiðnir. Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Svo segir. „Nú þykja skilyrði vera fyrir hendi til þess að verða við framangreindri beiðni vil ég leyfa mér að leggja til að yður, forseti Íslands, mætti þóknast að veita nefndum manni uppreist æru sinnar að því er snertir framangreindan dóm,“ útskýrir Guðni.Fjallað var um mál Roberts Downey í Kompási árið 2007.Var erlendis daginn áður Hefði forsetaembættinu borist þessi beiðni degi fyrr, þann 15. september, þá hefðu handhafar forsetavalds skrifað undir beiðnina enda var Guðni erlendis á þeim tíma. „Svona er kerfið.“ Hann undirstrikar að hann sem forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. „Ákvörðunin er tekin í ráðuneytinu. Þetta er allt formlegs eðlis - arfur frá liðinni tíð. „Yður þóknast,“ og svo framvegis. Þegar litið var svo á að forsetinn sjálfur hefði náðunarvald. Ég fæ til dæmis beiðnir hingað um náðanir vegna ölvunaraksturs, frá jafnvel harðduglegu fólki sem er búið að koma sér á beinu brautina. En ég get ekki tekið ákvörðun um slíkt, það er náðunarnefnd sem gerir það.“ Guðna rekur ekki minni til að forseti hafi nokkurn tímann neitað að verða við beiðni um uppreist æru. „Ég spurði lögfrótt fólk um þetta í gær og í morgun og það tjáði mér að það væri líklega, eins og staðan er núna, brot á lögum og stjórnarskrá. Ég er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og læt ráðherra framkvæma vald mitt.“Sjá einnig: Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist sérGuðni talaði um það í kosningabaráttunni, sem og eftir embættistökuna, að endurskoða þyrfti stjórnarskrána og ekki síst ákvæði um völd forseta Íslands. „Það er svo margt í stjórnarskránni sem lítur að því að forseti geri hitt og þetta sem hann gerir í raun ekki. Nú höfum við fengið enn eitt dæmið um það. Forseti Íslands er ekki alvaldur. Við viljum ekki búa í þannig ríki að forseti ákveði upp á sitt einsdæmi hverjir fái náðun, hverjir ekki. Hverjiir fái uppreist æru, hverjir ekki. Við viljum frekar hafa þannig að það sé byggt á lögum og að það sé þá málefnalegur rökstuðningur að baki,“ segir Guðni og bætir við að það sé fullrar athugunar virði að endurskoða ferlið þar sem tekið er á því hvernig menn hljóta uppreist æru.Nína Rún Bergsdóttir steig fram í gær og lýsti ofbeldi Roberts.„Ef við viljum að forseti taki þessa ákvörðun, og standi og falli með henni, þá verður apparatið að vera hér, á skrifstofu forseta Íslands. Þá verður beiðnin að koma hingað, ekki í ráðuneytið eins og lögin gera ráð fyrir núna og ákvörðun tekin af forseta, ekki nefnd sérfróðra manna eins og núna. Þá skulum við taka afstöðu til þess hvernig forseti skuli bregðast við í málum eins og þessum.“Umræðan ekki komið honum á óvartGuðni segir að hin mikla umræða - jafnvel reiði - sem skapast hefur í samfélaginu síðastliðinn sólarhring ekki koma sér á óvart og ítrekar hvað hann hafi mikla samúð með þeim sem urðu fyrir barðinu á Roberti. Hann segist ekki geta sagt „já eða nei núna“ um hvort hann hefði brugðist öðruvísi við hefði hann þekkt sögu Roberts Downey. „Það væri ekki heiðarlegt af mér því að rökstuðningur minn í þessu máli er sá að ákvörðunin er ekki mín. Allt ferlið er unnið annars staðar og svo er það með minni, formlegu undirskrift, að málinu er lokið. Það er mín eina aðkoma að þessu. Formlega staðfesting á ákvörðun sem er tekin í stjórnkerfinu, annars staðar - samkvæmt þeim lögum og reglum sem við búum við. Ef við viljum breyta lögum og stjórnarskrá þá skulum við gera það - en það gerum við ekki afturvirkt.“ Þó svo að honum þyki leiðinlegt að forseti beri formlega ábyrgð í málinu, þrátt fyrir að ákvörðunin sé tekin annars staðar í stjórnkerfinu, kveinkar forseti sér ekki. „Mínum óþægindum út af þessu verður aldrei jafnað saman við það sem aðrir hafa þurft að þola í þessu máli. Ég bið fólk að sýna því skilning hvernig málsmeðferðin er þegar menn sem hlotið hafa dóm og afplánað hann og sækja um uppreist æru. Ég bið bara um sanngirni í því en ég bið fólk ekki um að vorkenna mér.“ Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. 16. júní 2017 00:04 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Forseti Íslands segist vera miður sín vegna máls Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, sem í gær fékk lögmannsréttindi sín á ný. Forseti veitti honum uppreist æru samkvæmt tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, í september síðastliðnum. Hann undirstrikar að ákvörðunin sé ekki tekin af honum sjálfum - heldur í ráðuneytinu. Hann biður ekki um vorkunn en óskar þess að fólk sýni sanngirni, þá að teknu tilliti til málsmeðferðarinnar. Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni fjórtán ára og þremur fimmtán ára. Hann komst í samband við stúlkurnar með blekkingum og þóttist Robert til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Greiddi hann tveimur stúlknanna fyrir kynmök.Vísir greindi frá því í gær að ein stúlknanna sem Robert braut gegn þyki sem forsetinn hafi brugðist sér. Guðni Th. Jóhannesson segir að ákvörðun um uppreist sé ekki tekin hjá embætti forseta Íslands. „Það gilda ákveðin lög um uppreist æru, almenn hegningarlög og þeir sem sækja um uppreist æru gera það hjá innanríkisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu eins og það heitir núna. Það er er ákvörðunin tekin, stjórnarathöfnin tekin. Þar vinnur fólk sérþekkingu á lögum og leiðir sig að niðurstöðu út frá því.“Vill loka þá inni og kasta lyklunumHonum finnst þetta mál vera ömurlegt. „Samúð mín er auðvitað öll hjá þeim sem þessi brotamaður braut á. Að þurfa að þola þessa upprifjun núna. Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent. En við búum líka í réttarríki og leyfðu mér að ítreka þetta - ákvörðunin er ekki tekin hérna.“ Vilji fólk fá rökstuðning fyrir þessari ákvörðun þá verði það að beina þeirri beiðni til ráðuneytis. Hann segist ekki hafa vitað um hvaða mann ræddi þegar hann skrifaði undir beiðnina. „Þann 16. september í fyrra fékk ég fjórar svona beiðnir. Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms. Svo segir. „Nú þykja skilyrði vera fyrir hendi til þess að verða við framangreindri beiðni vil ég leyfa mér að leggja til að yður, forseti Íslands, mætti þóknast að veita nefndum manni uppreist æru sinnar að því er snertir framangreindan dóm,“ útskýrir Guðni.Fjallað var um mál Roberts Downey í Kompási árið 2007.Var erlendis daginn áður Hefði forsetaembættinu borist þessi beiðni degi fyrr, þann 15. september, þá hefðu handhafar forsetavalds skrifað undir beiðnina enda var Guðni erlendis á þeim tíma. „Svona er kerfið.“ Hann undirstrikar að hann sem forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. „Ákvörðunin er tekin í ráðuneytinu. Þetta er allt formlegs eðlis - arfur frá liðinni tíð. „Yður þóknast,“ og svo framvegis. Þegar litið var svo á að forsetinn sjálfur hefði náðunarvald. Ég fæ til dæmis beiðnir hingað um náðanir vegna ölvunaraksturs, frá jafnvel harðduglegu fólki sem er búið að koma sér á beinu brautina. En ég get ekki tekið ákvörðun um slíkt, það er náðunarnefnd sem gerir það.“ Guðna rekur ekki minni til að forseti hafi nokkurn tímann neitað að verða við beiðni um uppreist æru. „Ég spurði lögfrótt fólk um þetta í gær og í morgun og það tjáði mér að það væri líklega, eins og staðan er núna, brot á lögum og stjórnarskrá. Ég er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og læt ráðherra framkvæma vald mitt.“Sjá einnig: Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist sérGuðni talaði um það í kosningabaráttunni, sem og eftir embættistökuna, að endurskoða þyrfti stjórnarskrána og ekki síst ákvæði um völd forseta Íslands. „Það er svo margt í stjórnarskránni sem lítur að því að forseti geri hitt og þetta sem hann gerir í raun ekki. Nú höfum við fengið enn eitt dæmið um það. Forseti Íslands er ekki alvaldur. Við viljum ekki búa í þannig ríki að forseti ákveði upp á sitt einsdæmi hverjir fái náðun, hverjir ekki. Hverjiir fái uppreist æru, hverjir ekki. Við viljum frekar hafa þannig að það sé byggt á lögum og að það sé þá málefnalegur rökstuðningur að baki,“ segir Guðni og bætir við að það sé fullrar athugunar virði að endurskoða ferlið þar sem tekið er á því hvernig menn hljóta uppreist æru.Nína Rún Bergsdóttir steig fram í gær og lýsti ofbeldi Roberts.„Ef við viljum að forseti taki þessa ákvörðun, og standi og falli með henni, þá verður apparatið að vera hér, á skrifstofu forseta Íslands. Þá verður beiðnin að koma hingað, ekki í ráðuneytið eins og lögin gera ráð fyrir núna og ákvörðun tekin af forseta, ekki nefnd sérfróðra manna eins og núna. Þá skulum við taka afstöðu til þess hvernig forseti skuli bregðast við í málum eins og þessum.“Umræðan ekki komið honum á óvartGuðni segir að hin mikla umræða - jafnvel reiði - sem skapast hefur í samfélaginu síðastliðinn sólarhring ekki koma sér á óvart og ítrekar hvað hann hafi mikla samúð með þeim sem urðu fyrir barðinu á Roberti. Hann segist ekki geta sagt „já eða nei núna“ um hvort hann hefði brugðist öðruvísi við hefði hann þekkt sögu Roberts Downey. „Það væri ekki heiðarlegt af mér því að rökstuðningur minn í þessu máli er sá að ákvörðunin er ekki mín. Allt ferlið er unnið annars staðar og svo er það með minni, formlegu undirskrift, að málinu er lokið. Það er mín eina aðkoma að þessu. Formlega staðfesting á ákvörðun sem er tekin í stjórnkerfinu, annars staðar - samkvæmt þeim lögum og reglum sem við búum við. Ef við viljum breyta lögum og stjórnarskrá þá skulum við gera það - en það gerum við ekki afturvirkt.“ Þó svo að honum þyki leiðinlegt að forseti beri formlega ábyrgð í málinu, þrátt fyrir að ákvörðunin sé tekin annars staðar í stjórnkerfinu, kveinkar forseti sér ekki. „Mínum óþægindum út af þessu verður aldrei jafnað saman við það sem aðrir hafa þurft að þola í þessu máli. Ég bið fólk að sýna því skilning hvernig málsmeðferðin er þegar menn sem hlotið hafa dóm og afplánað hann og sækja um uppreist æru. Ég bið bara um sanngirni í því en ég bið fólk ekki um að vorkenna mér.“
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. 16. júní 2017 00:04 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33
Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. 16. júní 2017 00:04
„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00