Fjallið hvatt til að styrkja Kvennaathvarfið Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 11:39 Hafþór og hundurinn, pommi sem Fjallið segir að deilur hans og fyrrverandi unnustu hans snúist um. Instagram @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, biðlar til vina sinna á Facebook að mæla nú með einhverjum góðum málstað til að styrkja, en sigri hann í keppninni Sterkasti maður Íslands 7. árið í röð, ætlar hann að styrkja verðugt málefni. Inn á síðu hans hrannast nú tillögur frá konum, sem og körlum, sem benda honum á að upplagt sé að Kvennaathvarfið njóti framlaga frá honum.Eins og Fréttablaðið greindi frá seint í gærkvöldi hefur Hafþór verið kærður til lögreglu vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.Líklega voru þetta ekki viðbrögðin sem Hafþór Júlíus, Fjallið, vildi helst þegar hann auglýsti eftir tillögum, til hvaða góða málstaðar hann ætti að veita verðlaunafénu.„Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar blaðamaður leitaði viðbragða hans við þeim ásökunum. Og líkast til eru þetta ekki tillögurnar sem hann var að leita eftir þegar hann bað um ábendingar um þarft og gott málefni á Facebooksíðu sinni; að þetta mál yrði þar efst á baugi. Hafþór sagði málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir en um er að ræða smáhund að tegundinni pomeranian, sem er hnoðralegur hundur sem nánast hverfur í hramma Fjallsins, þegar því er að skipta. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta.“ Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, biðlar til vina sinna á Facebook að mæla nú með einhverjum góðum málstað til að styrkja, en sigri hann í keppninni Sterkasti maður Íslands 7. árið í röð, ætlar hann að styrkja verðugt málefni. Inn á síðu hans hrannast nú tillögur frá konum, sem og körlum, sem benda honum á að upplagt sé að Kvennaathvarfið njóti framlaga frá honum.Eins og Fréttablaðið greindi frá seint í gærkvöldi hefur Hafþór verið kærður til lögreglu vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum.Líklega voru þetta ekki viðbrögðin sem Hafþór Júlíus, Fjallið, vildi helst þegar hann auglýsti eftir tillögum, til hvaða góða málstaðar hann ætti að veita verðlaunafénu.„Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar blaðamaður leitaði viðbragða hans við þeim ásökunum. Og líkast til eru þetta ekki tillögurnar sem hann var að leita eftir þegar hann bað um ábendingar um þarft og gott málefni á Facebooksíðu sinni; að þetta mál yrði þar efst á baugi. Hafþór sagði málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir en um er að ræða smáhund að tegundinni pomeranian, sem er hnoðralegur hundur sem nánast hverfur í hramma Fjallsins, þegar því er að skipta. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta.“
Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30