Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 17:04 Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar. En, nú skal bregðast við því með gjaldtöku. Vísir Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira