Telur að krónan muni áfram styrkjast á næstu mánuðum Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. júní 2017 14:44 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira