Ofurjeppamaður fordæmir akstursbann og spáir öngþveiti í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Kristján. G. Kristjánsson mun ekki geta sótt farþega á Hótel Borg eftir næstu mánaðamót. vísir/eyþór „Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
„Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent