Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:01 James Comey í sæti sínu í dag. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að glósa fundi sína með Donald Trump Bandaríkjaforseta vera þá að hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um hvað færi þeirra á milli. Þetta kom fram í máli Comey sem situr fyrir svörum frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Trump. Allt frá því að Bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum hefur mikið verið rætt og ritað um minnisblöð fyrrverandi forstjórans. Blöðin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að Comey glósaði ekki fundi sína með forvera Trump en Comey var ráðinn forstjóri FBI í stjórnartíð Baracks Obama. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner spurði Comey í dag hvers vegna hann hafi tekið upp á því að glósa fundi hans með Trump.Sjá einnig: Bein útsending: Domey situr fyrir svörum þingnefndar„Það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Comey. „Kringumstæðurnar, umræðuefnið og manneskjan sem ég átti samskipum við,“ bætti hann við. „Ég var í sannleika sagt áhyggjufullur um að hann [Trump] myndi ljúga um efni fundanna, svo ég hugsaði að það væri mikilvægt að skrásetja þá,“ sagði Comey í dag. „Mig grunaði að sá dagur myndi koma þar sem ég þyrfti heimildir fyrir því sem gerðist, ekki einungis til að verja mig heldur einnig FBI. Ég átti í samskiptum við Obama. Ég talaði þó einungis tvisvar við hann á þremur árum og skrásetti það ekki. Ég átti einkafund með [forsetanum George] Bush en mér leið ekki eins og ég þyrfti að skrifa það hjá mér,“ sagði hann ennfremur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt,“ sagði Warner að því loknu. Fylgjast má með vitnisburði Comey í beinni útsendingu hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að glósa fundi sína með Donald Trump Bandaríkjaforseta vera þá að hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um hvað færi þeirra á milli. Þetta kom fram í máli Comey sem situr fyrir svörum frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Trump. Allt frá því að Bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum hefur mikið verið rætt og ritað um minnisblöð fyrrverandi forstjórans. Blöðin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að Comey glósaði ekki fundi sína með forvera Trump en Comey var ráðinn forstjóri FBI í stjórnartíð Baracks Obama. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner spurði Comey í dag hvers vegna hann hafi tekið upp á því að glósa fundi hans með Trump.Sjá einnig: Bein útsending: Domey situr fyrir svörum þingnefndar„Það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Comey. „Kringumstæðurnar, umræðuefnið og manneskjan sem ég átti samskipum við,“ bætti hann við. „Ég var í sannleika sagt áhyggjufullur um að hann [Trump] myndi ljúga um efni fundanna, svo ég hugsaði að það væri mikilvægt að skrásetja þá,“ sagði Comey í dag. „Mig grunaði að sá dagur myndi koma þar sem ég þyrfti heimildir fyrir því sem gerðist, ekki einungis til að verja mig heldur einnig FBI. Ég átti í samskiptum við Obama. Ég talaði þó einungis tvisvar við hann á þremur árum og skrásetti það ekki. Ég átti einkafund með [forsetanum George] Bush en mér leið ekki eins og ég þyrfti að skrifa það hjá mér,“ sagði hann ennfremur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt,“ sagði Warner að því loknu. Fylgjast má með vitnisburði Comey í beinni útsendingu hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30