Erlend rútufyrirtæki séu að gera út af við rekstur innlendra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Erlend rútufyrirtæki bjóða ferðamönnum sem þessum ferðir á mun lægra verði en innlend. vísir/pjetur Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira