Bjarni og stolnu fjaðrirnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. maí 2017 07:00 Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir kynjajafnrétti í hvívetna. Sjálfur sat ég fund kvennanefndar SÞ í New York vikuna á eftir Bjarna og Íslendingarnir voru nokkuð stoltir af sínum manni. Hann hafði jú brotið niður staðalmyndir með því að skreyta sjálfur köku, það hafði vakið athygli og fullvissað þjóðir heims um að ráðamenn á Íslandi væru staðfastir í baráttu sinni fyrir kynjajafnrétti. Klístrað kremið hafði þó varla þornað á kökunni þegar úrskurður kærunefndar jafnréttismála barst um það að Bjarni hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í stöðu skrifstofustjóra fram yfir konu. Raunverulegur boðberi jafnréttis hefði tekið slíkum úrskurði af auðmýkt. Allir geta jú gert mistök, en það segir mikið um karakterinn hvernig fólk tekur á þeim. Og það segir mikið um það hversu mikið maður meinar það sem maður boðar, hvernig maður tekur á því að hafa brotið gegn eigin boðskap. Og skemmst er frá því að segja að Bjarni féll algjörlega á því prófi. Í stað auðmýktar og vilja til bóta, birtist hroki valdsmannsins. Þetta skipti allt saman ósköp litlu máli í huga Bjarna, í stað sjálfsgagnrýni gagnrýndi hann forvera sína. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Skipan skrifstofustjórans veltir upp ýmsum spurningum. Það vekur athygli að stjórnunarreynsla er til einskis metin, sem er furðulegt við ráðningu í stjórnunarstöðu. Svo virðist sem konur geti ekki einu sinni notið þess að hafa orðið sér úti um reynslu; hún er að engu metin og karlarnir ráða karlana. Ég hvet Bjarna Benediktsson til að hlusta á ræðuna sína frá New York, hún er til á netinu. Það er til lítils að skreyta köku með stolnum jafnréttisfjöðrum á alþjóðlegum viðburðum, en brjóta jafnréttislög heima fyrir eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir kynjajafnrétti í hvívetna. Sjálfur sat ég fund kvennanefndar SÞ í New York vikuna á eftir Bjarna og Íslendingarnir voru nokkuð stoltir af sínum manni. Hann hafði jú brotið niður staðalmyndir með því að skreyta sjálfur köku, það hafði vakið athygli og fullvissað þjóðir heims um að ráðamenn á Íslandi væru staðfastir í baráttu sinni fyrir kynjajafnrétti. Klístrað kremið hafði þó varla þornað á kökunni þegar úrskurður kærunefndar jafnréttismála barst um það að Bjarni hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í stöðu skrifstofustjóra fram yfir konu. Raunverulegur boðberi jafnréttis hefði tekið slíkum úrskurði af auðmýkt. Allir geta jú gert mistök, en það segir mikið um karakterinn hvernig fólk tekur á þeim. Og það segir mikið um það hversu mikið maður meinar það sem maður boðar, hvernig maður tekur á því að hafa brotið gegn eigin boðskap. Og skemmst er frá því að segja að Bjarni féll algjörlega á því prófi. Í stað auðmýktar og vilja til bóta, birtist hroki valdsmannsins. Þetta skipti allt saman ósköp litlu máli í huga Bjarna, í stað sjálfsgagnrýni gagnrýndi hann forvera sína. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Skipan skrifstofustjórans veltir upp ýmsum spurningum. Það vekur athygli að stjórnunarreynsla er til einskis metin, sem er furðulegt við ráðningu í stjórnunarstöðu. Svo virðist sem konur geti ekki einu sinni notið þess að hafa orðið sér úti um reynslu; hún er að engu metin og karlarnir ráða karlana. Ég hvet Bjarna Benediktsson til að hlusta á ræðuna sína frá New York, hún er til á netinu. Það er til lítils að skreyta köku með stolnum jafnréttisfjöðrum á alþjóðlegum viðburðum, en brjóta jafnréttislög heima fyrir eins og ekkert sé.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar