Skilti ætlað að halda Kínverjum frá Kvíabryggju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 11:57 Kvíabryggja. Vísir/Pjetur Vegagerðin hefur sett upp skilti við afleggjarann af fangelsinu við Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Skiltinu er ætlað að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna sem hafa áhuga á því berja Kirkjufell augum sem er í næsta nágrenni við fangelsið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, þar sem segir að undanfarin ár hafi „vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda erlendum ferðamönnum, þá helst Kínverjum, utan við svæðið“ enda sé sjaldgæft að fangar leggi á flótta frá Kvíabryggju. Segir einnig að það sé daglegur viðburður að ferðamenn séu reknir af svæðinu og dæmi sé um að heilu rúturnar hafi komið á svæðið, allt í von um að ná sem bestri mynd af Kirkjufellinu sem er afar vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Í samtali við Vísi segir Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsins, að það komi vissulega fyrir að ferðamenn komi að fangelsinu og með skiltinu sé verið að reyna að fá þá til þess að snúa við.„Það er verið að sjá hvort að þetta virkar. Það er mikið af ferðafólki á ferðinni og það fer út um allt,“ segir Birgir. „Kirkjufellið er bara við þjóðveginn þannig að þeir þurfa ekkert að koma hingað.“ Birgir segir að ferðamennirnir hafi þó ekki skapað vandræði með komu sinni að Kvíabryggju en að yfirvöld vilji þó helst að fangarnir fái frið frá ágangi ferðamanna. Þá vilji hann síður láta loka veginum enda sé Kvíabryggja svokallað opið fangelsi. Facebook-færslu Afstöðu má sjá hér að neðan, sem og mynd af skiltinu góða. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Vegagerðin hefur sett upp skilti við afleggjarann af fangelsinu við Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Skiltinu er ætlað að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna sem hafa áhuga á því berja Kirkjufell augum sem er í næsta nágrenni við fangelsið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, þar sem segir að undanfarin ár hafi „vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda erlendum ferðamönnum, þá helst Kínverjum, utan við svæðið“ enda sé sjaldgæft að fangar leggi á flótta frá Kvíabryggju. Segir einnig að það sé daglegur viðburður að ferðamenn séu reknir af svæðinu og dæmi sé um að heilu rúturnar hafi komið á svæðið, allt í von um að ná sem bestri mynd af Kirkjufellinu sem er afar vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Í samtali við Vísi segir Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsins, að það komi vissulega fyrir að ferðamenn komi að fangelsinu og með skiltinu sé verið að reyna að fá þá til þess að snúa við.„Það er verið að sjá hvort að þetta virkar. Það er mikið af ferðafólki á ferðinni og það fer út um allt,“ segir Birgir. „Kirkjufellið er bara við þjóðveginn þannig að þeir þurfa ekkert að koma hingað.“ Birgir segir að ferðamennirnir hafi þó ekki skapað vandræði með komu sinni að Kvíabryggju en að yfirvöld vilji þó helst að fangarnir fái frið frá ágangi ferðamanna. Þá vilji hann síður láta loka veginum enda sé Kvíabryggja svokallað opið fangelsi. Facebook-færslu Afstöðu má sjá hér að neðan, sem og mynd af skiltinu góða.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira