Telja ferðaþjónustuna á Akranesi eflast með nýrri Reykjavíkurferju Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2017 09:00 Á fimm árum hafa um 40 þúsund manns heimsótt vitann á Akranesi sem Hilmar líkir við vitann á Gróttu. Mynd/ Hilmar sigvaldason Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent