Slæm umgengni enn vandamál við Seljavallalaug Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 22:00 Myndirnar frá Seljavallalaug sýna afar slæma umgengni um svæðið. Janeks Belajevs Myndir sem teknar voru við hina friðuðu Seljavallalaug, í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit, af ferðalangi nú á dögunum, sýna að umgengni við laugina er enn ábótavant, þar sem dósir og annarskonar rusl liggur á víð og dreif í húsinu við laugina. Laugin hefur notið æ meiri vinsælda sem áfangastaður ferðamanna og flykkjast hundruðir gesta að lauginni á degi hverjum. Aðbúnaður og ástand laugarinnar hefur áður verið í umræðunni, en Jónas Freydal, ferðaþjónustumaður hefur til að mynda viðrað áhyggjur sínar af ástandi mála við laugina, en fregnir hafa borist af tíðum ástarleikjum ferðamanna í lauginni.Sjá einnig: Stóðlífi í SeljavallalaugJaneks BelajevsLaugin er í umsjá Ungmennafélagsins Eyfellingur, en Ármann Fannar Magnússon, formaður félagsins, segir í samtali við Vísi að ástandið við laugina hafi ekkert breyst, á því rúma ári sem hefur liðið, frá umfjöllun Vísis um málið. „Þetta er í raun og veru ekki opinn sundstaður, það er málið, það er engin þjónusta og ekkert eftirlit. En það er mjög leiðinlegt að fólk gangi svona um.“ Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir af slæmri umgengni við sundlaugina. „Því miður, heyri ég þetta alltof oft. Þetta er að sjálfsögðu bara sjálfboðastarf að hreinsa þetta. Það er enn vetrartími svo maður er ekki alltaf þarna, en maður gerir meira yfir sumartímann.“ Ármann segir ekki ljóst hvað Ungmennafélagið mun til bragðs taka vegna þessa. „Það verður kannski bara að fara að hafa einhverja vakt þarna. Þetta kannski endar með því að það verði einhver þarna til þess að passa upp á þetta. Þetta er bara eitthvað sem að þarf að skoða.“ JANEKS BELAJEVS Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Myndir sem teknar voru við hina friðuðu Seljavallalaug, í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit, af ferðalangi nú á dögunum, sýna að umgengni við laugina er enn ábótavant, þar sem dósir og annarskonar rusl liggur á víð og dreif í húsinu við laugina. Laugin hefur notið æ meiri vinsælda sem áfangastaður ferðamanna og flykkjast hundruðir gesta að lauginni á degi hverjum. Aðbúnaður og ástand laugarinnar hefur áður verið í umræðunni, en Jónas Freydal, ferðaþjónustumaður hefur til að mynda viðrað áhyggjur sínar af ástandi mála við laugina, en fregnir hafa borist af tíðum ástarleikjum ferðamanna í lauginni.Sjá einnig: Stóðlífi í SeljavallalaugJaneks BelajevsLaugin er í umsjá Ungmennafélagsins Eyfellingur, en Ármann Fannar Magnússon, formaður félagsins, segir í samtali við Vísi að ástandið við laugina hafi ekkert breyst, á því rúma ári sem hefur liðið, frá umfjöllun Vísis um málið. „Þetta er í raun og veru ekki opinn sundstaður, það er málið, það er engin þjónusta og ekkert eftirlit. En það er mjög leiðinlegt að fólk gangi svona um.“ Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir af slæmri umgengni við sundlaugina. „Því miður, heyri ég þetta alltof oft. Þetta er að sjálfsögðu bara sjálfboðastarf að hreinsa þetta. Það er enn vetrartími svo maður er ekki alltaf þarna, en maður gerir meira yfir sumartímann.“ Ármann segir ekki ljóst hvað Ungmennafélagið mun til bragðs taka vegna þessa. „Það verður kannski bara að fara að hafa einhverja vakt þarna. Þetta kannski endar með því að það verði einhver þarna til þess að passa upp á þetta. Þetta er bara eitthvað sem að þarf að skoða.“ JANEKS BELAJEVS
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34
Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent