Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2017 14:30 Ferðamennirnir virtust hafa gist á bílastæðinu í nótt. Aðsent Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“