Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 16:00 Vísir/Samsett/Getty Lars Lagerbäck hitti norsku landsliðsmennina í fyrsta sinn í gær þegar norska landsliðið kom saman í London til að undirbúa sig fyrir leik í undankeppni HM 2018. Norðmenn mæta Norður-Írum í Belfast 26. mars næstkomandi og það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans. Norskir blaðamenn eru að sjálfsögðu mættir til London til að fylgjast með öllu og þeir tóku það fram í skrifum sínum að Lars Lagerbäck hafi gengið á milli þeirra og tekið í höndina á hverjum og einum. Lars Lagerbäck ákvað líka ekki að tala við landsliðsmennina áður en hann hélt sinn fyrsta fund með þeim í London. Hann varaði menn við fleiri fundum en vanalega. „Ég hef aldrei byrjað í mótsleik þannig að það verða fleiri fundir núna en ég hef vanalega,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamennina en Verdens Gang segir frá. „Ég er nýliði. Venjulega fær maður fyrst nokkra vináttulandsleiki til að leggja línurnar. Núna þarf ég því að mála alla myndina fyrir leikmennina um hvernig ég vil hafa hlutina innan sem utan vallar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sem dæmi ekki búinn að ákveða það hver verður fyrirliði norska landsliðsins undir hans stjórn en líklegt þykir að Stefan Johansen taki við bandinu af Per Ciljan Skjelbred. Lagerbäck tók sér líka tíma í að finna fyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012. Á endanum ákvað hann að gera Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða þrátt fyrir að Aron Einar hafi þá bara verið nýorðinn 23 ára gamall. „Ég vil hitta leikmennina fyrst. Þeir fá kannski að vita hver verður fyrirliði á miðvikudag eða fimmtudag,“ sagði hinn 68 ára gamli Lars Lagerbäck. Val Lars Lagerbäck á fyrirliða íslenska landsliðsins heppnaðist fullkomlega því Aron Einar Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega í því hlutverki. Lagerbäck vonast því örugglega eftir að finna annan Aron Einar í norska landsliðshópnum. Umræddur Stefan Johansen er 26 ára gamall miðjumaður sem spilar með Fulham í ensku b-deildinni. hann lék áður með Celtic í Skotlandi. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30 Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30 Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00 Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Lars Lagerbäck hitti norsku landsliðsmennina í fyrsta sinn í gær þegar norska landsliðið kom saman í London til að undirbúa sig fyrir leik í undankeppni HM 2018. Norðmenn mæta Norður-Írum í Belfast 26. mars næstkomandi og það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans. Norskir blaðamenn eru að sjálfsögðu mættir til London til að fylgjast með öllu og þeir tóku það fram í skrifum sínum að Lars Lagerbäck hafi gengið á milli þeirra og tekið í höndina á hverjum og einum. Lars Lagerbäck ákvað líka ekki að tala við landsliðsmennina áður en hann hélt sinn fyrsta fund með þeim í London. Hann varaði menn við fleiri fundum en vanalega. „Ég hef aldrei byrjað í mótsleik þannig að það verða fleiri fundir núna en ég hef vanalega,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamennina en Verdens Gang segir frá. „Ég er nýliði. Venjulega fær maður fyrst nokkra vináttulandsleiki til að leggja línurnar. Núna þarf ég því að mála alla myndina fyrir leikmennina um hvernig ég vil hafa hlutina innan sem utan vallar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sem dæmi ekki búinn að ákveða það hver verður fyrirliði norska landsliðsins undir hans stjórn en líklegt þykir að Stefan Johansen taki við bandinu af Per Ciljan Skjelbred. Lagerbäck tók sér líka tíma í að finna fyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012. Á endanum ákvað hann að gera Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða þrátt fyrir að Aron Einar hafi þá bara verið nýorðinn 23 ára gamall. „Ég vil hitta leikmennina fyrst. Þeir fá kannski að vita hver verður fyrirliði á miðvikudag eða fimmtudag,“ sagði hinn 68 ára gamli Lars Lagerbäck. Val Lars Lagerbäck á fyrirliða íslenska landsliðsins heppnaðist fullkomlega því Aron Einar Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega í því hlutverki. Lagerbäck vonast því örugglega eftir að finna annan Aron Einar í norska landsliðshópnum. Umræddur Stefan Johansen er 26 ára gamall miðjumaður sem spilar með Fulham í ensku b-deildinni. hann lék áður með Celtic í Skotlandi.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30 Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30 Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00 Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30
Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30
Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00
Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30