Góðgerðarsjóðir skila ársreikningum afar illa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 UNICEF Ísland er á meðal félaga sem hafði ekki skilað ársreikningum. Félagið hefur styrkt ýmis verkefni, meðal annars í Nepal. Mynd/UNICEF Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira