Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. september 2025 13:34 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heildarfjárframlög sem heyra undir dómsmálaráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5 prósent af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stór skref Haft er eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að öryggi landsmanna sé forgangsmál. Undir öryggismál falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum fimmtíu milljörðum króna. Það er 12,7 prósent hækkun frá fjárlögum ársins 2025. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir um þriðjungslækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Fjárveitingar í málaflokknum verða 6,5 milljarðar árið 2026, samanborið við 9,5 milljarða á árinu 2025. „Við erum að stíga stór skref til að ná útgjöldum niður. Nú er gert ráð fyrir 6,5 milljörðum árið 2026 í þessum málaflokki sem er 30 prósent lækkun frá fjárlögum 2025, og næstum 60 prósent lækkun frá raunkostnaði síðasta árs. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, þetta gerist með skýrri stefnu og með því að hafa stjórn á aðstæðum,“ er haft eftir Þorbjörgu. Brottfararstöð og fleiri lögreglumenn Þorbjörg kynnti í sumar aðgerðir í útlendingamálum í kjölfar ítarlegrar greiningar ráðuneytisins á stöðu dvalarleyfa á Íslandi. Þorbjörg ráðgerir að leggja fram fimm frumvörp á nýju þingi í málaflokknum. Meðal annars um hert skilyrði vegna umsókna um dvalarleyfi ásamt frumvarpi sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Loks segir í tilkynningu að meðal helstu verkefna fram undan séu fjölgun lögreglumanna um fimmtíu og stofnun brottfararstöðvar sem verði notuð sem lokaúrræði þegar brottvísa á útlendingi sem neitar samvinnu. Þá sé gert ráð fyrir viðbótarfjárframlagi til Fangelsismálastofnunar upp á 230 milljónir króna, meðal annars til að tryggja aukið öryggi starfsfólks og fanga. Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heildarfjárframlög sem heyra undir dómsmálaráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5 prósent af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stór skref Haft er eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að öryggi landsmanna sé forgangsmál. Undir öryggismál falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum fimmtíu milljörðum króna. Það er 12,7 prósent hækkun frá fjárlögum ársins 2025. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir um þriðjungslækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Fjárveitingar í málaflokknum verða 6,5 milljarðar árið 2026, samanborið við 9,5 milljarða á árinu 2025. „Við erum að stíga stór skref til að ná útgjöldum niður. Nú er gert ráð fyrir 6,5 milljörðum árið 2026 í þessum málaflokki sem er 30 prósent lækkun frá fjárlögum 2025, og næstum 60 prósent lækkun frá raunkostnaði síðasta árs. Þetta gerist ekki að sjálfu sér, þetta gerist með skýrri stefnu og með því að hafa stjórn á aðstæðum,“ er haft eftir Þorbjörgu. Brottfararstöð og fleiri lögreglumenn Þorbjörg kynnti í sumar aðgerðir í útlendingamálum í kjölfar ítarlegrar greiningar ráðuneytisins á stöðu dvalarleyfa á Íslandi. Þorbjörg ráðgerir að leggja fram fimm frumvörp á nýju þingi í málaflokknum. Meðal annars um hert skilyrði vegna umsókna um dvalarleyfi ásamt frumvarpi sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Loks segir í tilkynningu að meðal helstu verkefna fram undan séu fjölgun lögreglumanna um fimmtíu og stofnun brottfararstöðvar sem verði notuð sem lokaúrræði þegar brottvísa á útlendingi sem neitar samvinnu. Þá sé gert ráð fyrir viðbótarfjárframlagi til Fangelsismálastofnunar upp á 230 milljónir króna, meðal annars til að tryggja aukið öryggi starfsfólks og fanga.
Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira