Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2025 14:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir Sonju Ýr og félaga í verkalýðshreyfingunni hafa verið hafða með í ráðum. Vísir Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Greint var frá því í vikunni að fjármálaráðherra hafi birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsleiðtogum sem hafa sagt áformin fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB það fordæmalaust að slík skerðing væri lögð til án samráðs. Verði áfram stjórnsýsluákvörðun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra blæs á þá gagnrýni. „Ég tek nú ekki fyllilega undir þetta. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir verkalýðshreyfingunni. Samráð felst í því að hlusta á sjónarmið og síðan þarf að meta á hverjum tíma hvort farið er eftir þeim sjónarmiðum eða ekki en á þeirra sjónarmið hefur verið hlustað.“ Sonja hefur sagt að áminningarskylda opinberra starfsmanna tíðkist á almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum þar sem enginn fetti fingur út í slíkt fyrirkomulag. Daði segir það sérstaka framsetningu. „Þetta fyrirkomulag sem er á Íslandi er séríslenskt. Það er ekki í þessu sú skerðing sem verið er að gefa til kynna vegna þess að það verður áfram stjórnsýsluákvörðun að segja fólki upp, þannig það þarf að rökstyðja hana og allt það.“ Telur nýtt fyrirkomulag manneskjulegra Núverandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjátíu ár og hafi verið þeim annmörkum háð að ekki hafi verið hægt að beita því. Breytingunum sé ekki miðað gegn neinum heldur sé markmiðið að bæta kjör almennra starfsmanna ríkisins eins og kostur sé. „Þetta hefur verið svo þröngt skilyrði að fáir hafa treyst sér til að nýta það og í þeim fáu tilvikum sem það er nýtt er það raunverulega svo hart vegna þess að því er svo sjaldan beitt að þetta verður blettur á ferli viðkomandi, það er engin ástæða til þess. Fólk getur ekki hentað til ákveðinna starfa af ýmsum ástæðum, þannig ég held þvert á móti að þetta geti orðið manneskjulegra, svo vil ég minna á það að þessi breyting nær líka til stjórnenda þannig þeir eru þá líka að missa þá vörn sem felst í að þessi áminningarskylda sé nauðsynleg gagnvart þeirra störfum.“ Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að fjármálaráðherra hafi birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsleiðtogum sem hafa sagt áformin fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB það fordæmalaust að slík skerðing væri lögð til án samráðs. Verði áfram stjórnsýsluákvörðun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra blæs á þá gagnrýni. „Ég tek nú ekki fyllilega undir þetta. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir verkalýðshreyfingunni. Samráð felst í því að hlusta á sjónarmið og síðan þarf að meta á hverjum tíma hvort farið er eftir þeim sjónarmiðum eða ekki en á þeirra sjónarmið hefur verið hlustað.“ Sonja hefur sagt að áminningarskylda opinberra starfsmanna tíðkist á almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum þar sem enginn fetti fingur út í slíkt fyrirkomulag. Daði segir það sérstaka framsetningu. „Þetta fyrirkomulag sem er á Íslandi er séríslenskt. Það er ekki í þessu sú skerðing sem verið er að gefa til kynna vegna þess að það verður áfram stjórnsýsluákvörðun að segja fólki upp, þannig það þarf að rökstyðja hana og allt það.“ Telur nýtt fyrirkomulag manneskjulegra Núverandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjátíu ár og hafi verið þeim annmörkum háð að ekki hafi verið hægt að beita því. Breytingunum sé ekki miðað gegn neinum heldur sé markmiðið að bæta kjör almennra starfsmanna ríkisins eins og kostur sé. „Þetta hefur verið svo þröngt skilyrði að fáir hafa treyst sér til að nýta það og í þeim fáu tilvikum sem það er nýtt er það raunverulega svo hart vegna þess að því er svo sjaldan beitt að þetta verður blettur á ferli viðkomandi, það er engin ástæða til þess. Fólk getur ekki hentað til ákveðinna starfa af ýmsum ástæðum, þannig ég held þvert á móti að þetta geti orðið manneskjulegra, svo vil ég minna á það að þessi breyting nær líka til stjórnenda þannig þeir eru þá líka að missa þá vörn sem felst í að þessi áminningarskylda sé nauðsynleg gagnvart þeirra störfum.“
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29