Innlent

Neyslu­vatnið ó­hreint eftir að aur­skriða féll

Agnar Már Másson skrifar
Brimnesdalur er fyrir ofan Ólafsfjörð.
Brimnesdalur er fyrir ofan Ólafsfjörð.

Aurskriða í Brimnesdal hefur gert það að verkum að neysluvatn er óhreint víða í Fjallabyggð.

Aurskriða féll í Brimnesdal í morgun og hefur það í för með sér að litur hefur komið í kalt neysluvatn, segir í tilkynningu á vef Fjallabyggðar á Tröllaskaga. 

Þá kemur fram að strax í morgun hafi vinna hafist við að hreinsa vatnið. Unnið sé hratt að því að koma vatninu í eðlilegt horf og gert sé ráð fyrir að vatnið verði orðið hreint síðar í dag.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×