Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2017 18:54 Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent