Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík neitaði að mæta í spjallþátt Piers Morgan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2017 13:23 Juel Miah er ekki sáttur við Piers Morgan. Vísir/Getty/Stefán Juhel Miah, velski kennarinn sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík í febrúar neitaði að mæta í Good Morning Britan, spjallþátt Piers Morgan. Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hafnaði boði Good Morning Britain vegna Piers Morgan, viðhorfa hans og tengsla við Donald Trump. Ég sagði framleiðendum þáttarins að ég vildi ekki vera í þáttunum með Piers Morgan,“ sagði Miah í samtali við Wales Online. Miah virðist vera ósáttur við tíst frá Piers Morgan þar sem hann viðraði efasemdir um frásögn kennarans. Miah var sem kunnugt er vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi á leið til Bandaríkjanna þann 16. febrúar. Miah hefur enn ekki fengið neinar skýringar fyrir utan þær sem hann fékk á Keflavíkurflugvelli, að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Morgan studdi Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hafa þeir verið vinir um árabil. Hefur Morgan sagt að honum líki vel við Trump sem reynst hafi sér traustur og góður vinur í gegnum tíðina, þrátt fyrir að vera ósammála Trump um helstu stefnumál. Miah vonast enn til þess að fá skýringar á því af hverju hann fékk ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hefur hann fengið þingmann kjördæmis síns í lið með sér til þess að ganga úr skugga um að vegabréf hans sé ekki kominn á einhversskonar lista sem geti komið í veg fyrir frekari ferðalög. Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Juhel Miah, velski kennarinn sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík í febrúar neitaði að mæta í Good Morning Britan, spjallþátt Piers Morgan. Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hafnaði boði Good Morning Britain vegna Piers Morgan, viðhorfa hans og tengsla við Donald Trump. Ég sagði framleiðendum þáttarins að ég vildi ekki vera í þáttunum með Piers Morgan,“ sagði Miah í samtali við Wales Online. Miah virðist vera ósáttur við tíst frá Piers Morgan þar sem hann viðraði efasemdir um frásögn kennarans. Miah var sem kunnugt er vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi á leið til Bandaríkjanna þann 16. febrúar. Miah hefur enn ekki fengið neinar skýringar fyrir utan þær sem hann fékk á Keflavíkurflugvelli, að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Morgan studdi Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hafa þeir verið vinir um árabil. Hefur Morgan sagt að honum líki vel við Trump sem reynst hafi sér traustur og góður vinur í gegnum tíðina, þrátt fyrir að vera ósammála Trump um helstu stefnumál. Miah vonast enn til þess að fá skýringar á því af hverju hann fékk ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hefur hann fengið þingmann kjördæmis síns í lið með sér til þess að ganga úr skugga um að vegabréf hans sé ekki kominn á einhversskonar lista sem geti komið í veg fyrir frekari ferðalög.
Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36