Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2017 21:26 Karl Wernersson. Vísir/GVA Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,1 milljarð króna. Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið í dag snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að eignir Milestone ehf. rýrnuðu verulega í kjölfar hrunsins haustið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2009 en í í framhaldinu fyrirskipaði skiptastjóri þrotabús félagsins rannsókn á bókhaldi og rekstri Milestone ehf. síðustu tvö árin fyrir frestdag. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annaðist rannsóknina en í henni kom í ljós að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar af reikningi Milestone ehf. til Ingunnar með fjölda greiðslna á árunum 2006 til 2007. Samtals hafi greiðslur numið 5,1 milljarði króna. Í stefnu þrotabús Milestone, sem var gegn bræðrunum Karli og Steingrími, systur þeirra Ingunni og Guðmundi Óla, var aðallega gengið út frá því að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar. Hafi uppsöfnuð skuld hennar í lok árs 2006 verið aflétt með færslu í bókhaldi félagsins með því að krafa sömu fjárhæðar var mynduð í bókhaldinu á félagið Milestone Import Export Ltd. Nam sú fjárhæð 2,7 milljörðum króna í árslok 2006. Sama hafi verið gert í árslok 2007, en þá kvað þrotabú Milestone skuld Ingunnar hafa numið 2,4 milljörðum króna. Þrotabú Milestone gekk aðallega út frá því að fjárgreiðslurnar fælu í sér lán til Ingunnar en jafnframt var tekið fram að svo virtist sem greiðslurnar gætu mögulega verið liður í kaupum Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar í Milestone ehf. og tengdum félögum. Þeir Karl og Steingrímur höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands vegna þessa gjörnings í en í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í apríl síðastliðnum en þar var Karl dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, til þriggja ára fangelsisvistar og Steingrímur til tveggja ára fangelsisvistar. Í málinu sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í, í dag, hafði Ingunni Wernersdóttur einnig verið stefnt en hún var sýknuð af kröfunni. Lesa dóminn hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,1 milljarð króna. Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið í dag snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að eignir Milestone ehf. rýrnuðu verulega í kjölfar hrunsins haustið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2009 en í í framhaldinu fyrirskipaði skiptastjóri þrotabús félagsins rannsókn á bókhaldi og rekstri Milestone ehf. síðustu tvö árin fyrir frestdag. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annaðist rannsóknina en í henni kom í ljós að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar af reikningi Milestone ehf. til Ingunnar með fjölda greiðslna á árunum 2006 til 2007. Samtals hafi greiðslur numið 5,1 milljarði króna. Í stefnu þrotabús Milestone, sem var gegn bræðrunum Karli og Steingrími, systur þeirra Ingunni og Guðmundi Óla, var aðallega gengið út frá því að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar. Hafi uppsöfnuð skuld hennar í lok árs 2006 verið aflétt með færslu í bókhaldi félagsins með því að krafa sömu fjárhæðar var mynduð í bókhaldinu á félagið Milestone Import Export Ltd. Nam sú fjárhæð 2,7 milljörðum króna í árslok 2006. Sama hafi verið gert í árslok 2007, en þá kvað þrotabú Milestone skuld Ingunnar hafa numið 2,4 milljörðum króna. Þrotabú Milestone gekk aðallega út frá því að fjárgreiðslurnar fælu í sér lán til Ingunnar en jafnframt var tekið fram að svo virtist sem greiðslurnar gætu mögulega verið liður í kaupum Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar í Milestone ehf. og tengdum félögum. Þeir Karl og Steingrímur höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands vegna þessa gjörnings í en í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í apríl síðastliðnum en þar var Karl dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, til þriggja ára fangelsisvistar og Steingrímur til tveggja ára fangelsisvistar. Í málinu sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í, í dag, hafði Ingunni Wernersdóttur einnig verið stefnt en hún var sýknuð af kröfunni. Lesa dóminn hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01
Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30