Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2017 22:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Nordicphotos/AFP Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur látið í ljós þá fyrirætlan sína að fjölga kjarnaoddum í eigu Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkin hafi of lengi verið eftirbátur annarra kjarnorkuríkja í þessum málum og vill að þau eigi flest vopn allra ríkja. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn tjáir sig um kjarnorkuvopn eftir að hann tók við embættinu. Reuters greinir frá.Trump segir að hann væri til í að sjá heim án kjarnorkuvopna, en að það valdi honum áhyggjum hve aftarlega á merinni Bandaríkin séu orðin í kjarnorkuvopnaeign. „Ég er fyrstur til þess að segja það að ég væri til í að sjá heim þar sem enginn á kjarnorkuvopn en við munum aldrei verða eftirbátur annarra ríkja, jafnvel vinaþjóða, í kjarnorkuvopnaeign.“ „Heimur þar sem ekkert ríki á kjarnorkuvopn væri yndislegur en ef ríki eru hvorteðer að fara að eiga kjarnorkuvopn, þá ætlum við að verða atkvæðamesta ríkið.“ Rússar eiga um þessar mundir rúmlega 7300 kjarnaodda, á meðan Bandaríkin eiga rúmlega 6790. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri sjálfstæðra samtaka vopnaeftirlitssinna, segir að ekkert ríki „ geti orðið atkvæðamest,“ þegar kemur að eign kjarnavopna, þar sem tilgangi þeirra er náð fram, með núverandi fjölda. „Saga kalda stríðsins sýnir okkur að enginn „er atkvæðamestur,“ þegar kemur að kjarnorkuvopnakapphlaupi. Rússar og Bandaríkjamenn eiga töluvert fleiri slík vopn heldur en nauðsynleg eru til þess að koma í veg fyrir að aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir ráðist á þá.“ Gangi áætlanir Trump eftir er ljóst að með því er samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, sem gengur undir nafninu „New START“ rofið en það kvað á um að ríkin tvo myndu takmarka kjarnorkuvopnaframleiðslu sína og halda eign í svipuðu hlutfalli fram að 5. febrúar 2018. Trump hefur áður sagt að samningurinn hafi verið slæmur fyrir Bandaríkin og góður fyrir Rússland. Ekki er ljóst hvort að Trump vilji rifta þeim samningi algjörlega, eða semja við Rússa um nýjan kjarnorkuvopnasamning. Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur látið í ljós þá fyrirætlan sína að fjölga kjarnaoddum í eigu Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkin hafi of lengi verið eftirbátur annarra kjarnorkuríkja í þessum málum og vill að þau eigi flest vopn allra ríkja. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn tjáir sig um kjarnorkuvopn eftir að hann tók við embættinu. Reuters greinir frá.Trump segir að hann væri til í að sjá heim án kjarnorkuvopna, en að það valdi honum áhyggjum hve aftarlega á merinni Bandaríkin séu orðin í kjarnorkuvopnaeign. „Ég er fyrstur til þess að segja það að ég væri til í að sjá heim þar sem enginn á kjarnorkuvopn en við munum aldrei verða eftirbátur annarra ríkja, jafnvel vinaþjóða, í kjarnorkuvopnaeign.“ „Heimur þar sem ekkert ríki á kjarnorkuvopn væri yndislegur en ef ríki eru hvorteðer að fara að eiga kjarnorkuvopn, þá ætlum við að verða atkvæðamesta ríkið.“ Rússar eiga um þessar mundir rúmlega 7300 kjarnaodda, á meðan Bandaríkin eiga rúmlega 6790. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri sjálfstæðra samtaka vopnaeftirlitssinna, segir að ekkert ríki „ geti orðið atkvæðamest,“ þegar kemur að eign kjarnavopna, þar sem tilgangi þeirra er náð fram, með núverandi fjölda. „Saga kalda stríðsins sýnir okkur að enginn „er atkvæðamestur,“ þegar kemur að kjarnorkuvopnakapphlaupi. Rússar og Bandaríkjamenn eiga töluvert fleiri slík vopn heldur en nauðsynleg eru til þess að koma í veg fyrir að aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir ráðist á þá.“ Gangi áætlanir Trump eftir er ljóst að með því er samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, sem gengur undir nafninu „New START“ rofið en það kvað á um að ríkin tvo myndu takmarka kjarnorkuvopnaframleiðslu sína og halda eign í svipuðu hlutfalli fram að 5. febrúar 2018. Trump hefur áður sagt að samningurinn hafi verið slæmur fyrir Bandaríkin og góður fyrir Rússland. Ekki er ljóst hvort að Trump vilji rifta þeim samningi algjörlega, eða semja við Rússa um nýjan kjarnorkuvopnasamning.
Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira