Íhuga að senda þjóðvarðliðið á innflytjendur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í mörgu að snúast undanfarið. Nordicphotos/AFP Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira