Smá komment um komment Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar