Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Svavar Hávarðsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Þingvellir og Gullfoss koma ítrekað fram í umræðunni um fjöldatakmarkanir ferðamanna. Mynd/Kári Jónasson Við erum á þeim tímapunkti í íslenskri ferðaþjónustu að stjórnvöld verða af fullri alvöru að tryggja innviði, stýringu og þannig sjálfbærni til framtíðar. Málið er þríþætt og varðar sjálfbærni náttúrunnar, upplifun ferðamannanna og þolmörk heimamanna á hverjum stað. Þetta eru aðkallandi verkefni stjórnvalda að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, en í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt á föstudaginn kom fram að hún hefði viljað sjá stjórnvöld og aðra hafa meiri trú á ferðaþjónustunni, að hún sé ekki bóla heldur heilsárs atvinnugrein sem er komin til að vera. Þrátt fyrir umfang og efnahagslegt mikilvægi greinarinnar þá sé athygli stjórnvalda og stuðningur ekki sem skyldi. Í viðtalinu ítrekaði Helga það sem hún hefur lengi bent á, að stjórnvöld verði að taka miklu fastar á þeim verkefnum sem við blasa – tryggja innviðina auk þess sem fjölgun ferðamanna kalli á aukna stýringu bæði innan svæða og á milli þeirra. Það hefur verið haft á orði að hugsa verði um helstu ferðamannastaði landsins eins og leikhús – það sé einfaldlega ákveðinn fjöldi sæta í boði og þeir sem ekki tryggja sér miða verði að koma seinna til að njóta leiksýningarinnar. Er það þetta sem Helga var að vísa til?Helga ÁrnadóttirHelga segir að nota megi slíka samlíkingu. „Það er eðlilegt að greint sé og ákvarðanir teknar í framhaldinu gagnvart þeim fjölda sem hvert svæði fyrir sig þolir á hverjum tíma. Sumir staðir geta verið skilgreindir sem „fjöldaferðamannastaðir“, aðrir frekar ætlaðir færri í einu og svo framvegis. Það þarf sem sagt að skilgreina þolmörkin og stýra samkvæmt þeim. Í þessu samhengi á ég bæði við náttúrulegu þolmörkin sem og hin félagslegu. Eins og það er mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar þarf einnig að huga að upplifunargildi þeirra sem fara hér um, sem og þolmörkum heimamanna á hverjum stað. Bætt stýring eykur dreifingu og jafnar álag bæði innan svæða og milli þeirra,“ segir Helga. Tölfræðin sem liggur þessu ákalli til grundvallar er mörgum kunn. Gert er ráð fyrir að fjöldi ferðamanna árið 2016 hafi verið ríflega 1,8 milljónir en verði tæplega 2,4 milljónir á nýbyrjuðu ári. Það er alla vega spá Íslandsbanka sem segir að gangi spáin eftir verði fjöldi ferðamanna hér á landi á þessu ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Nokkuð sem afar fáar þjóðir þurfa að takast á við. Rétt er þó að geta þess að áætluð fjölgun mun að mestu koma fram utan háannar samkvæmt farþegaspá Isavia sem dregur enn úr árstíðasveiflunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Við erum á þeim tímapunkti í íslenskri ferðaþjónustu að stjórnvöld verða af fullri alvöru að tryggja innviði, stýringu og þannig sjálfbærni til framtíðar. Málið er þríþætt og varðar sjálfbærni náttúrunnar, upplifun ferðamannanna og þolmörk heimamanna á hverjum stað. Þetta eru aðkallandi verkefni stjórnvalda að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, en í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt á föstudaginn kom fram að hún hefði viljað sjá stjórnvöld og aðra hafa meiri trú á ferðaþjónustunni, að hún sé ekki bóla heldur heilsárs atvinnugrein sem er komin til að vera. Þrátt fyrir umfang og efnahagslegt mikilvægi greinarinnar þá sé athygli stjórnvalda og stuðningur ekki sem skyldi. Í viðtalinu ítrekaði Helga það sem hún hefur lengi bent á, að stjórnvöld verði að taka miklu fastar á þeim verkefnum sem við blasa – tryggja innviðina auk þess sem fjölgun ferðamanna kalli á aukna stýringu bæði innan svæða og á milli þeirra. Það hefur verið haft á orði að hugsa verði um helstu ferðamannastaði landsins eins og leikhús – það sé einfaldlega ákveðinn fjöldi sæta í boði og þeir sem ekki tryggja sér miða verði að koma seinna til að njóta leiksýningarinnar. Er það þetta sem Helga var að vísa til?Helga ÁrnadóttirHelga segir að nota megi slíka samlíkingu. „Það er eðlilegt að greint sé og ákvarðanir teknar í framhaldinu gagnvart þeim fjölda sem hvert svæði fyrir sig þolir á hverjum tíma. Sumir staðir geta verið skilgreindir sem „fjöldaferðamannastaðir“, aðrir frekar ætlaðir færri í einu og svo framvegis. Það þarf sem sagt að skilgreina þolmörkin og stýra samkvæmt þeim. Í þessu samhengi á ég bæði við náttúrulegu þolmörkin sem og hin félagslegu. Eins og það er mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar þarf einnig að huga að upplifunargildi þeirra sem fara hér um, sem og þolmörkum heimamanna á hverjum stað. Bætt stýring eykur dreifingu og jafnar álag bæði innan svæða og milli þeirra,“ segir Helga. Tölfræðin sem liggur þessu ákalli til grundvallar er mörgum kunn. Gert er ráð fyrir að fjöldi ferðamanna árið 2016 hafi verið ríflega 1,8 milljónir en verði tæplega 2,4 milljónir á nýbyrjuðu ári. Það er alla vega spá Íslandsbanka sem segir að gangi spáin eftir verði fjöldi ferðamanna hér á landi á þessu ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Nokkuð sem afar fáar þjóðir þurfa að takast á við. Rétt er þó að geta þess að áætluð fjölgun mun að mestu koma fram utan háannar samkvæmt farþegaspá Isavia sem dregur enn úr árstíðasveiflunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira