Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2017 15:47 Skot úr myndbandinu hjá Huga rétt fyrir klukkan eitt í dag. Stelpan í bleiku buxunum slapp með skrekkinn þegar alda náði til hennar skömmu eftir að myndbandið var tekið. Hugi R. Ingibjartsson Hugi R. Ingibjartsson, leiðsögumaður, varð vitni að því í Reynisfjöru í dag þegar stúlkubarn, á að giska þriggja ára, var næstum tekið af öldu. Barnið var eftirlitslaust en mínútum áður hafði Hugi tekið upp myndband þar sem stúlkan var í stuðlaberginu ásamt móður sinni og systkini.Atvikið varð á milli klukkan hálf eitt og eitt í dag en rúmri klukkustund síðar barst lögreglu tilkynning um konu sem farið hefði í sjóinn við Kirkjufjöru, nærri Dyrhólaey. Hún fannst í sjónum eftir töluverða leit en eiginmaður hennar og tvö börn sluppu með skrekkinn. Ekki fást upplýsingar um líðan konunnar sem var lengi í sjónum.„Ég sá stelpuna skola niður í fjöruna. Svo greipa allt í einu maður í hana. Þetta hefur verið svona tíu metrum frá mér,“ segir Hugi sem var með hóp ferðamanna á Suðurlandinu í dag. Hann segist hafa tekið eftir stelpunni skömmu fyrr þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook úr fjörunni.Nýja skiltið sem hannað var af verkfræðistofunni EFLU.Myndbandið má sjá hér að neðan en stelpan birtist með mömmu sinni eftir um átta mínútur. Nokkrum augnablikum síðar munaði minnstu að aldan tæki hana. Hugi er sannfærður að hefði árvökull maður ekki gripið í stelpuna væri hún farin.Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um hættuna sem er fyrir hendi í Reynisfjöru. Kínverskur ferðamaður lét lífið í fjörunni í febrúar í fyrra og fleiri hafa tínt lífi. Þá hafa margir komist í hann krappann en öldur geta komið því sem næst upp úr þurru og tekið með sér fólk. Brugðist hefur verið við með því að setja upp betri skilti á svæðinu, nú síðast í október. Skiltið má sjá hér að neðan. Hugi segir að á leiðinni úr Reynisfjöru nokkru síðar hafi lögreglu borið að garði vegna hins slyssins í fjörunni í dag. Hann segir verst að hann hafi ekki náð myndbandi af því þegar stúlkan fór næstum með öldunni enda ljóst að slíkt hefði haft nauðsynlegt forvarnargildi. Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina í Reynisfjöru í dag og fram á kvöld.Uppfært 10. janúar klukkan 19:30 Myndbandið hefur verið fjarlægt að ósk Huga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Hugi R. Ingibjartsson, leiðsögumaður, varð vitni að því í Reynisfjöru í dag þegar stúlkubarn, á að giska þriggja ára, var næstum tekið af öldu. Barnið var eftirlitslaust en mínútum áður hafði Hugi tekið upp myndband þar sem stúlkan var í stuðlaberginu ásamt móður sinni og systkini.Atvikið varð á milli klukkan hálf eitt og eitt í dag en rúmri klukkustund síðar barst lögreglu tilkynning um konu sem farið hefði í sjóinn við Kirkjufjöru, nærri Dyrhólaey. Hún fannst í sjónum eftir töluverða leit en eiginmaður hennar og tvö börn sluppu með skrekkinn. Ekki fást upplýsingar um líðan konunnar sem var lengi í sjónum.„Ég sá stelpuna skola niður í fjöruna. Svo greipa allt í einu maður í hana. Þetta hefur verið svona tíu metrum frá mér,“ segir Hugi sem var með hóp ferðamanna á Suðurlandinu í dag. Hann segist hafa tekið eftir stelpunni skömmu fyrr þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook úr fjörunni.Nýja skiltið sem hannað var af verkfræðistofunni EFLU.Myndbandið má sjá hér að neðan en stelpan birtist með mömmu sinni eftir um átta mínútur. Nokkrum augnablikum síðar munaði minnstu að aldan tæki hana. Hugi er sannfærður að hefði árvökull maður ekki gripið í stelpuna væri hún farin.Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um hættuna sem er fyrir hendi í Reynisfjöru. Kínverskur ferðamaður lét lífið í fjörunni í febrúar í fyrra og fleiri hafa tínt lífi. Þá hafa margir komist í hann krappann en öldur geta komið því sem næst upp úr þurru og tekið með sér fólk. Brugðist hefur verið við með því að setja upp betri skilti á svæðinu, nú síðast í október. Skiltið má sjá hér að neðan. Hugi segir að á leiðinni úr Reynisfjöru nokkru síðar hafi lögreglu borið að garði vegna hins slyssins í fjörunni í dag. Hann segir verst að hann hafi ekki náð myndbandi af því þegar stúlkan fór næstum með öldunni enda ljóst að slíkt hefði haft nauðsynlegt forvarnargildi. Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina í Reynisfjöru í dag og fram á kvöld.Uppfært 10. janúar klukkan 19:30 Myndbandið hefur verið fjarlægt að ósk Huga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Manns leitað sem fór í sjóinn við Reynisfjöru Björgunarsveitir ásamt lögreglunni á Suðurlandi hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um mann sem fór í sjóinn við Reynisfjöru. 9. janúar 2017 13:14
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent