Ferðamenn séu upplýstir um að of mikið brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar Sveinn Arnarsson skrifar 28. desember 2016 14:00 Margeir segir á annað hundrað ferðamanna stansa daglega til að klappa og gefa hrossum hans. Margeir Ingólfsson „Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, um ágang ferðamanna í merastóð hans við þjóðveginn. Margeir segir ásókn erlendra ferðamanna í hrossastóð hans vera til mikilla vandræða og með heimsóknum ferðamanna fylgi brauðgjafir og ávaxtagjafir en meltingarfæri hrossanna eru ekki gerð fyrir slíkan mat í miklum mæli. „Ég á að sjá um velferð dýra minna en get ekki sinnt því verki fullkomlega. Við þjóðveginn er ég með stóð af fylfullum hryssum, folöldum og tryppum. Þetta tún er besta svæðið fyrir þessi hross, þarna er bæði skjól og rennandi vatn sem og að auðvelt er að koma með hey og fóðra hrossin,“ segir Margeir. „Ég hef því sett upp skilti þar sem ég banna fóðrun hrossanna því ég er bæði ábyrgur fyrir velferð þeirra sem og að ef ferðamenn fara sér að voða innan girðingar hjá mér er ég einnig ábyrgur fyrir þeim slysum.“ Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ekkert að því að gefa hrossi brauð daglega. Hins vegar skipti magnið öllu máli ef meta á hvort gjöfin sé skaðleg hrossum eða ekki. „Í rauninni er ekkert að því að hross éti brauð. Magnið er hins vegar það sem skiptir máli. Allt of mikið brauðát hrossa er skaðlegt dýrunum. Því er mikilvægt að ferðamenn séu upplýstir um það að brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar og skaðað hross. Ef sú vitneskja væri til staðar efast ég um að ferðamenn gæfu hrossum brauð við þjóðvegina,“ segir Sigurborg.Margeir setti upp skilti við þjóðveginn til að bægja ferðamönnum frá.Margeir Ingólfsson Ferðamennska á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
„Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, um ágang ferðamanna í merastóð hans við þjóðveginn. Margeir segir ásókn erlendra ferðamanna í hrossastóð hans vera til mikilla vandræða og með heimsóknum ferðamanna fylgi brauðgjafir og ávaxtagjafir en meltingarfæri hrossanna eru ekki gerð fyrir slíkan mat í miklum mæli. „Ég á að sjá um velferð dýra minna en get ekki sinnt því verki fullkomlega. Við þjóðveginn er ég með stóð af fylfullum hryssum, folöldum og tryppum. Þetta tún er besta svæðið fyrir þessi hross, þarna er bæði skjól og rennandi vatn sem og að auðvelt er að koma með hey og fóðra hrossin,“ segir Margeir. „Ég hef því sett upp skilti þar sem ég banna fóðrun hrossanna því ég er bæði ábyrgur fyrir velferð þeirra sem og að ef ferðamenn fara sér að voða innan girðingar hjá mér er ég einnig ábyrgur fyrir þeim slysum.“ Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ekkert að því að gefa hrossi brauð daglega. Hins vegar skipti magnið öllu máli ef meta á hvort gjöfin sé skaðleg hrossum eða ekki. „Í rauninni er ekkert að því að hross éti brauð. Magnið er hins vegar það sem skiptir máli. Allt of mikið brauðát hrossa er skaðlegt dýrunum. Því er mikilvægt að ferðamenn séu upplýstir um það að brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar og skaðað hross. Ef sú vitneskja væri til staðar efast ég um að ferðamenn gæfu hrossum brauð við þjóðvegina,“ segir Sigurborg.Margeir setti upp skilti við þjóðveginn til að bægja ferðamönnum frá.Margeir Ingólfsson
Ferðamennska á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15