Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2016 10:18 Donald Trump og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/EPA Stjórnvöld Kína hafa lýst yfir verulegum áhyggjum vegna ummæla Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin þurfi ekki að vera bundin „Eitt- Kína“ stefnunni. Kínverjar biðja Trump um að gera sér grein fyrir því hve viðkvæm málefni Taívan eru. Þeir segja stefnuna vera hornsteininn í samskiptum sínum við Bandaríkin. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Trump tók við símtali frá forseta Taívan og var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Trump segir símtalið ekki hafa verið sérstaklega skipulagt, en því hefur verið haldið fram af fjölmiðlum ytra.Sjá einnig: Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytinguTrump segist ekki vilja taka við skipunum frá Kína og að ljóst sé að Bandaríkin þurfi að semja við Kína um ýmis málefni eins og viðskipti og tolla.Utanríkisráðuneyti Kína segir samstarf við Bandaríkin ómögulegt ef þeir viðurkenni ekki tilkall Kína til Taívan. Þeir segjast ekki ætla að leyfa Trump að nota málefni Taívan sem skiptimynt í viðræðum um einhver af þeim fjölmörgu málum sem ríkin tvö hafa verið að ræða að undanförnu eins og viðskipti, tölvuárásir og Suður-Kínahaf. „Að viðhalda meginreglunni um eitt Kína er grundvöllur sambands Kína og Bandaríkjanna,“ sagði Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, við blaðamenn. „Ef sá grundvöllur er skemmdur, eða ekki til staðar, er hin heilbrigða þróun sambands Kína og Bandaríkjanna og samvinna í mikilvægum málefnum út úr myndinni.“ Hann sagði einnig að jákvætt samband Kína og Bandaríkjanna væri ekki einungis mikilvægt fyrir ríkin tvö, heldur einnig fyrir „frið, stöðugleika, þróun og velmegun í Kyrrahafsríkjum Asíu og á alþjóðavísu“. Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Stjórnvöld Kína hafa lýst yfir verulegum áhyggjum vegna ummæla Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin þurfi ekki að vera bundin „Eitt- Kína“ stefnunni. Kínverjar biðja Trump um að gera sér grein fyrir því hve viðkvæm málefni Taívan eru. Þeir segja stefnuna vera hornsteininn í samskiptum sínum við Bandaríkin. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Trump tók við símtali frá forseta Taívan og var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Trump segir símtalið ekki hafa verið sérstaklega skipulagt, en því hefur verið haldið fram af fjölmiðlum ytra.Sjá einnig: Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytinguTrump segist ekki vilja taka við skipunum frá Kína og að ljóst sé að Bandaríkin þurfi að semja við Kína um ýmis málefni eins og viðskipti og tolla.Utanríkisráðuneyti Kína segir samstarf við Bandaríkin ómögulegt ef þeir viðurkenni ekki tilkall Kína til Taívan. Þeir segjast ekki ætla að leyfa Trump að nota málefni Taívan sem skiptimynt í viðræðum um einhver af þeim fjölmörgu málum sem ríkin tvö hafa verið að ræða að undanförnu eins og viðskipti, tölvuárásir og Suður-Kínahaf. „Að viðhalda meginreglunni um eitt Kína er grundvöllur sambands Kína og Bandaríkjanna,“ sagði Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, við blaðamenn. „Ef sá grundvöllur er skemmdur, eða ekki til staðar, er hin heilbrigða þróun sambands Kína og Bandaríkjanna og samvinna í mikilvægum málefnum út úr myndinni.“ Hann sagði einnig að jákvætt samband Kína og Bandaríkjanna væri ekki einungis mikilvægt fyrir ríkin tvö, heldur einnig fyrir „frið, stöðugleika, þróun og velmegun í Kyrrahafsríkjum Asíu og á alþjóðavísu“.
Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira