Nýju lögin um TR eru meingölluð Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun