„Get ég hjálpað þér?“ Þóra Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Hverjum manni skylt Þó hvílir ákveðin skylda á almenningi að gera sitt til að hjálpa. Meðal annars má nefna að samkvæmt barnaverndarlögum er „öllum … skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.“ En annað er líka hægt að gera þegar við höfum áhyggjur af börnum. Við getum átt samtal við foreldrana. Við getum sýnt þeim kærleika, stuðning og boðið styrk og huggun. Margir hafa þörf fyrir að hjálpa og margir geta þegið og vilja þiggja hjálp. Oft þarf ekki annað til en að gefa af tíma sínum til að eiga samtal. Gefum fólki færi á að létta á hjarta sínu. Líkur eru á að foreldrar einangrist síður með vanda sinn og hann ágerist síður, með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin, ef við gefum stundarkorn af tíma okkar til að spjalla. Alltaf er hægt að benda á ýmsar lausnir og bjóða stuðning.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Hverjum manni skylt Þó hvílir ákveðin skylda á almenningi að gera sitt til að hjálpa. Meðal annars má nefna að samkvæmt barnaverndarlögum er „öllum … skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.“ En annað er líka hægt að gera þegar við höfum áhyggjur af börnum. Við getum átt samtal við foreldrana. Við getum sýnt þeim kærleika, stuðning og boðið styrk og huggun. Margir hafa þörf fyrir að hjálpa og margir geta þegið og vilja þiggja hjálp. Oft þarf ekki annað til en að gefa af tíma sínum til að eiga samtal. Gefum fólki færi á að létta á hjarta sínu. Líkur eru á að foreldrar einangrist síður með vanda sinn og hann ágerist síður, með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin, ef við gefum stundarkorn af tíma okkar til að spjalla. Alltaf er hægt að benda á ýmsar lausnir og bjóða stuðning.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar