Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2016 19:40 Auður brýnir fyrir öllum að bílbeltin bjargi mannslífum. Myndir/Facebook-síða auðar „Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
„Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira