Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2016 09:15 Ljósin kviknuð og bíllinn á leiðinni ofan í Jökulsárlón. Mynd/Jónas Jónasson Erlendir ferðamenn fengu heldur súra upplifun á lokadegi sínum á Íslandi í gær. Eftir að hafa virt Jökulsárlón fyrir sér í nokkrar mínútur í rökkrinu á sjöunda tímanum í gær sáu þau óvænta sjón í lóninu. Ekki voru það selir á svamli eða ísjakar að brotna í þetta skiptið. Bíll var kominn út í lónið. Ferðamennirnir fullyrða að bíllinn hafi verið í handbremsu. Jónas Jónasson, leiðsögumaður sem var með sjö manna hóp í lóninu í gær, varð vitni að uppákomunni sem skaut fólki skelk í bringu í fyrstu. „Við vorum mjög óttaslegin fyrst. Héldum fyrst að einhver væri inni í bílnum, að þetta væri sjálfsvíg. Þetta var eitthvað svo út í bláinn,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Skömmu áður hafði Jónas rennt í hlað með hóp sinn og rétt á eftir þeim kom erlenda parið og lagði við hliðina. Jónas áttaði sig á því að um þann bíl var að ræða og skömmu síðar heyrði hann spurt: „Is it our car?“ Lögreglumaður ræðir við ökumanninn seinheppna á vettvangi árið 2007.MYND/Óðinn Árnason Allur farangurinn í bílnum Jónas hringdi í 112 og tilkynnti atvikið og gat um leið upplýst lögreglu um að engin hætta væri á ferðum þótt tjónið væri eitthvað. Allur farangur parsins, pilts frá Frakklandi og stúlku frá Taílandi, var í bílnum. Þar með talinn flugmiði og vegabréf. Allt í rauninni nema myndavélarnar sem þau voru að nota til að mynda lónið í bak og fyrir.Stúlkunni var sérstaklega brugðið og grét í geðshræringu. Þau leituðu í framhaldinu til starfsfólksins í þjónustumiðstöðinni.Að neðan má sjá myndband sem Jónas tók af bílnum fljótandi í Jökulsárlóni.Að minnsta kosti tvisvar hefur það gerst undanfarin tíu ár að bíll hafnar í lóninu. Vísir greindi frá því árið 2007, þegar Pólverji var stálheppinn að bíllinn fór ekki alla leið út í Lónið, og RÚV árið 2012 þegar sömuleiðis var ekki gengið nægjanlega vel frá bílnum.Jónas segir hóp sinn, sem er allur skipaður konum frá Ástralíu, Hong Kong, Bandaríkjunum og víðar, hafa verið brugðið í fyrstu en svo hafi uppákoman kryddað daginn þeirra. Þetta sé ekki eitthvað sem fólk sjái á hverjum degi. Það hafi í raun verið mögnuð sjón að fylgjast með bílnum í lóninu.Bíllinn í Lóninu í gær áður en hann fór niður í soginu.Mynd/JónasLjósin og rúðuþurrkur í gang „Það var magnað hvað hann flaut, líklega í tíu til fimmtán mínútur,“ segir Jónas. Til að byrja með flaut hann nokkuð hátt í lóninu. Þegar bíllinn byrjaði svo að sökkva gerðist það hratt. Þá hafði kviknað á ljósunum á bílnum og rúðuþurrkurnar voru farnar á fullt.Jónas ræddi við hóp sinn og sagði líklegustu skýringuna vera þá að gleymst hefði að setja bílinn í handbremsu. Já, eða handbremsudraugurinn hefði verið á vettvangi enda virðist það vera orðið endurtekið vandamál að bílar hafni í Jökulsárlóni.Að neðan má sjá myndband af bílnum sökkva í lónið.Slys hefðu hæglega getað orðið á fólki þegar bíllinn rann af stað. Tvennt var í fjöruborðinu þegar þau heyrðu bílinn renna niður af bílastæðinu og í átt að lóninu. Hefðu viðkomandi til dæmis verið með tónlist í eyrum hefðu þau orðið fyrir bílnum sem var á töluverðri ferð að sögn Jónasar. Hann veltir fyrir sér, í ljósi þess að um endurtekið vandamál virðist vera að ræða, hvort ekki þurfi að koma upp einhverjum þröskuldum á bílastæðið til að hindra að þetta geti gerst.Jónas er á sjö daga ferð um landið í fyrstu ferð ársins hjá Extreme Iceland. Þau ætla aftur í lónið í fyrramálið en þau gista í Gerði við Hala, austan af Jökulsárlóni. Þau ætla að virða lónið fyrir sér aftur í fyrramálið.Uppfært klukkan 9:45Ferðamenn í hópi Jónasar ræddu við parið eftir að bíllinn rann út í lónið. Þau fullyrða að handbremsan hafi verið á og segjast ekki skilja hvernig þetta hafi getað gerst. Þá er rétt að taka fram að ástæða þess að bíllinn flaut svo lengi er sú að hann hefur verið lokaður, allir gluggar lokaðir, og loft ekki komist inn. Hefðu rúður verið niðri hefði hann sokkið um leið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Erlendir ferðamenn fengu heldur súra upplifun á lokadegi sínum á Íslandi í gær. Eftir að hafa virt Jökulsárlón fyrir sér í nokkrar mínútur í rökkrinu á sjöunda tímanum í gær sáu þau óvænta sjón í lóninu. Ekki voru það selir á svamli eða ísjakar að brotna í þetta skiptið. Bíll var kominn út í lónið. Ferðamennirnir fullyrða að bíllinn hafi verið í handbremsu. Jónas Jónasson, leiðsögumaður sem var með sjö manna hóp í lóninu í gær, varð vitni að uppákomunni sem skaut fólki skelk í bringu í fyrstu. „Við vorum mjög óttaslegin fyrst. Héldum fyrst að einhver væri inni í bílnum, að þetta væri sjálfsvíg. Þetta var eitthvað svo út í bláinn,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Skömmu áður hafði Jónas rennt í hlað með hóp sinn og rétt á eftir þeim kom erlenda parið og lagði við hliðina. Jónas áttaði sig á því að um þann bíl var að ræða og skömmu síðar heyrði hann spurt: „Is it our car?“ Lögreglumaður ræðir við ökumanninn seinheppna á vettvangi árið 2007.MYND/Óðinn Árnason Allur farangurinn í bílnum Jónas hringdi í 112 og tilkynnti atvikið og gat um leið upplýst lögreglu um að engin hætta væri á ferðum þótt tjónið væri eitthvað. Allur farangur parsins, pilts frá Frakklandi og stúlku frá Taílandi, var í bílnum. Þar með talinn flugmiði og vegabréf. Allt í rauninni nema myndavélarnar sem þau voru að nota til að mynda lónið í bak og fyrir.Stúlkunni var sérstaklega brugðið og grét í geðshræringu. Þau leituðu í framhaldinu til starfsfólksins í þjónustumiðstöðinni.Að neðan má sjá myndband sem Jónas tók af bílnum fljótandi í Jökulsárlóni.Að minnsta kosti tvisvar hefur það gerst undanfarin tíu ár að bíll hafnar í lóninu. Vísir greindi frá því árið 2007, þegar Pólverji var stálheppinn að bíllinn fór ekki alla leið út í Lónið, og RÚV árið 2012 þegar sömuleiðis var ekki gengið nægjanlega vel frá bílnum.Jónas segir hóp sinn, sem er allur skipaður konum frá Ástralíu, Hong Kong, Bandaríkjunum og víðar, hafa verið brugðið í fyrstu en svo hafi uppákoman kryddað daginn þeirra. Þetta sé ekki eitthvað sem fólk sjái á hverjum degi. Það hafi í raun verið mögnuð sjón að fylgjast með bílnum í lóninu.Bíllinn í Lóninu í gær áður en hann fór niður í soginu.Mynd/JónasLjósin og rúðuþurrkur í gang „Það var magnað hvað hann flaut, líklega í tíu til fimmtán mínútur,“ segir Jónas. Til að byrja með flaut hann nokkuð hátt í lóninu. Þegar bíllinn byrjaði svo að sökkva gerðist það hratt. Þá hafði kviknað á ljósunum á bílnum og rúðuþurrkurnar voru farnar á fullt.Jónas ræddi við hóp sinn og sagði líklegustu skýringuna vera þá að gleymst hefði að setja bílinn í handbremsu. Já, eða handbremsudraugurinn hefði verið á vettvangi enda virðist það vera orðið endurtekið vandamál að bílar hafni í Jökulsárlóni.Að neðan má sjá myndband af bílnum sökkva í lónið.Slys hefðu hæglega getað orðið á fólki þegar bíllinn rann af stað. Tvennt var í fjöruborðinu þegar þau heyrðu bílinn renna niður af bílastæðinu og í átt að lóninu. Hefðu viðkomandi til dæmis verið með tónlist í eyrum hefðu þau orðið fyrir bílnum sem var á töluverðri ferð að sögn Jónasar. Hann veltir fyrir sér, í ljósi þess að um endurtekið vandamál virðist vera að ræða, hvort ekki þurfi að koma upp einhverjum þröskuldum á bílastæðið til að hindra að þetta geti gerst.Jónas er á sjö daga ferð um landið í fyrstu ferð ársins hjá Extreme Iceland. Þau ætla aftur í lónið í fyrramálið en þau gista í Gerði við Hala, austan af Jökulsárlóni. Þau ætla að virða lónið fyrir sér aftur í fyrramálið.Uppfært klukkan 9:45Ferðamenn í hópi Jónasar ræddu við parið eftir að bíllinn rann út í lónið. Þau fullyrða að handbremsan hafi verið á og segjast ekki skilja hvernig þetta hafi getað gerst. Þá er rétt að taka fram að ástæða þess að bíllinn flaut svo lengi er sú að hann hefur verið lokaður, allir gluggar lokaðir, og loft ekki komist inn. Hefðu rúður verið niðri hefði hann sokkið um leið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira