Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2016 11:15 Hvalveiðar Íslendingar hafa verið umdeildar. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunnar. Um helmingur landsmanna styður þó hvalveiðar en andstaða við veiðarnar vex nokkuð á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem International Fund for Animal Welfare (IFAW) lét Gallup framkvæma fyrir sig á dögunum. Þar kemur fram að 81 prósent aðspurðra segjast aldrei kaupa hvalkjöt. Aðeins 1,5 prósent aðspurðra segist kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Atvinnuveiðar á hvali hófust að nýju á Íslandi árið 2006 og tók neysla hvalkjöts þá kipp á árunum á eftir. Árið 2010 sögðust um helmingur landsmanna kaupa hvalkjöt einu sinni eða oftar. Neyslan hefur þó minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum en nú sex árum síðar, er sú tala kominn niður í nítján prósent. Lítið er veitt af hrefnu á hverju ári eða 20-30 dýr árlega.Sjá einnig: Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á HúsavíkLíkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 fyrr á árinu eru það helst erlendir ferðamenn sem neyta hvalkjöts hér á landi og sagði Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW hér á landi að ljóst væri að erlendir ferðamenn héldu uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. IFAW hefur barist fyrir því að Íslendingar hætti hvalveiðum og afhenti nýlega sjávarútvegsráðherra yfir hundrað þúsund undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem lofa að borða ekki hvalkjöt og hvetja stjórnvöld til að stöðva veiðarnar.Bláa línan sýnir stækkað griðasvæði samkvæmt reglugerð sem gefin var út 2013 en afnumin skömmu síðar. Rauða línan afmarkar núverandi griðasvæði.AtvinnuvegaráðuneytiðRétt rúmlega helmingur styður sérstakt griðasvæði hvala í Faxaflóa Stuðningur við hvalveiðar mælist svipaður og á síðasta ári þegar IFAW lét framkvæma sambærilega könnun., 50,7 prósent segjast styðja hrefnuveiðar og 41,8 prósent segjast styðja veiðar á langreyðum. Andstaðan vex nokkuð á milli ára og umtalsvert sé borið saman við árið 2013. Þeim sem alfarið segjast hlynntir veiðunum fækkar nú mest á milli ára eða úr 18,4 prósent niður í 14,4 prósent í tilfelli hrefnuveiða og úr 17,1 prósent niður í 13,4 prósent þegar veiðar á langreyðum eru annars vegar. 50,6 prósent landsmanna svarenda segjast styðja það að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en 20,5 prósent eru því andvig. Hluti Faxaflóa er nú þegar griðasvæði fyrir hvali en í maí 2013 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, út reglugerð þar sem dregin var lína frá Garðskagavita norður að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Með því var griðasvæðið stækkað. Skömmu síðar, eða í júlí 2013, þegar ný ríkisstjórn hafði tekið við var griðasvæðið minnkað aftur í fyrra horf og nær það nú frá Garðskagavita að Akranesi. Hefur verið skorað á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið, meðal annars af Reykjavíkurborg. Hvalveiðar Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þærLjóst er þó að hvalveiðarnar virðast hafa lítil sem engin áhrif á straum ferðamanna hingað til lands sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Þá gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu fyrr á árinum um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29 Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17 Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunnar. Um helmingur landsmanna styður þó hvalveiðar en andstaða við veiðarnar vex nokkuð á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem International Fund for Animal Welfare (IFAW) lét Gallup framkvæma fyrir sig á dögunum. Þar kemur fram að 81 prósent aðspurðra segjast aldrei kaupa hvalkjöt. Aðeins 1,5 prósent aðspurðra segist kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Atvinnuveiðar á hvali hófust að nýju á Íslandi árið 2006 og tók neysla hvalkjöts þá kipp á árunum á eftir. Árið 2010 sögðust um helmingur landsmanna kaupa hvalkjöt einu sinni eða oftar. Neyslan hefur þó minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum en nú sex árum síðar, er sú tala kominn niður í nítján prósent. Lítið er veitt af hrefnu á hverju ári eða 20-30 dýr árlega.Sjá einnig: Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á HúsavíkLíkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 fyrr á árinu eru það helst erlendir ferðamenn sem neyta hvalkjöts hér á landi og sagði Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW hér á landi að ljóst væri að erlendir ferðamenn héldu uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. IFAW hefur barist fyrir því að Íslendingar hætti hvalveiðum og afhenti nýlega sjávarútvegsráðherra yfir hundrað þúsund undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem lofa að borða ekki hvalkjöt og hvetja stjórnvöld til að stöðva veiðarnar.Bláa línan sýnir stækkað griðasvæði samkvæmt reglugerð sem gefin var út 2013 en afnumin skömmu síðar. Rauða línan afmarkar núverandi griðasvæði.AtvinnuvegaráðuneytiðRétt rúmlega helmingur styður sérstakt griðasvæði hvala í Faxaflóa Stuðningur við hvalveiðar mælist svipaður og á síðasta ári þegar IFAW lét framkvæma sambærilega könnun., 50,7 prósent segjast styðja hrefnuveiðar og 41,8 prósent segjast styðja veiðar á langreyðum. Andstaðan vex nokkuð á milli ára og umtalsvert sé borið saman við árið 2013. Þeim sem alfarið segjast hlynntir veiðunum fækkar nú mest á milli ára eða úr 18,4 prósent niður í 14,4 prósent í tilfelli hrefnuveiða og úr 17,1 prósent niður í 13,4 prósent þegar veiðar á langreyðum eru annars vegar. 50,6 prósent landsmanna svarenda segjast styðja það að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en 20,5 prósent eru því andvig. Hluti Faxaflóa er nú þegar griðasvæði fyrir hvali en í maí 2013 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, út reglugerð þar sem dregin var lína frá Garðskagavita norður að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Með því var griðasvæðið stækkað. Skömmu síðar, eða í júlí 2013, þegar ný ríkisstjórn hafði tekið við var griðasvæðið minnkað aftur í fyrra horf og nær það nú frá Garðskagavita að Akranesi. Hefur verið skorað á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið, meðal annars af Reykjavíkurborg. Hvalveiðar Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þærLjóst er þó að hvalveiðarnar virðast hafa lítil sem engin áhrif á straum ferðamanna hingað til lands sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Þá gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu fyrr á árinum um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29 Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17 Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29
Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58
Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17
Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09