Forskot Clinton komið í 12 prósent Nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. október 2016 22:35 Clinton gekk vel í kappræðunum þremur. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur náð tólf prósentustiga forskoti á keppinaut sinn, Donald Trump, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á vegum ABC News. Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton stuðnings 50 prósenta kjósenda á meðan Trump nýtur stuðnings 38 prósenta. Önnur ný skoðanakönnun sem gerð var á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN sýnir ekki ósvipaðar niðurstöður en þær voru á þá leið að Clinton nyti stuðnings 48 prósenta þjóðarinnar. Clinton hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur. Allar þrjár kappræður frambjóðendanna tveggja hafa þegar farið fram og þykir Clinton hafa staðið sig öllu betur en Trump á þeim vettvangi. Gott gengi hennar í kappræðunum ásamt birtingu hneykslanlegs myndbands sem tekið var af Donald Trump árið 2005 kann að skýra aukningu á fylgi hennar.Sjá einnig: Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Hillary Clinton sagði á fundi í Norður-Karólínu í dag að henni þætti sennilegt að Trump muni ekki samþykkja niðurstöðurnar, færu þær á þann veg að hann myndi tapa. „Hann sagði svolítið sem enginn forsetaframbjóðandi hefur sagt áður,“ sagði Clinton á fundinum, „hann neitaði að lýsa því yfir að hann myndi virða niðurstöður þessarar kosningar og er það ógn við lýðræðið.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur náð tólf prósentustiga forskoti á keppinaut sinn, Donald Trump, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á vegum ABC News. Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton stuðnings 50 prósenta kjósenda á meðan Trump nýtur stuðnings 38 prósenta. Önnur ný skoðanakönnun sem gerð var á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN sýnir ekki ósvipaðar niðurstöður en þær voru á þá leið að Clinton nyti stuðnings 48 prósenta þjóðarinnar. Clinton hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur. Allar þrjár kappræður frambjóðendanna tveggja hafa þegar farið fram og þykir Clinton hafa staðið sig öllu betur en Trump á þeim vettvangi. Gott gengi hennar í kappræðunum ásamt birtingu hneykslanlegs myndbands sem tekið var af Donald Trump árið 2005 kann að skýra aukningu á fylgi hennar.Sjá einnig: Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Hillary Clinton sagði á fundi í Norður-Karólínu í dag að henni þætti sennilegt að Trump muni ekki samþykkja niðurstöðurnar, færu þær á þann veg að hann myndi tapa. „Hann sagði svolítið sem enginn forsetaframbjóðandi hefur sagt áður,“ sagði Clinton á fundinum, „hann neitaði að lýsa því yfir að hann myndi virða niðurstöður þessarar kosningar og er það ógn við lýðræðið.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00
Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04