Suðvesturkjördæmi: Segir stöðugan gjaldmiðil stuðla að betra húsnæðiskerfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2016 07:00 Eitt af sex sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi er Hafnarfjörður. Formaður bæjarráðs vill að hugað sé að atvinnulífi og þekkingarstörfum í kjördæminu. Það sé líka brýnt að tryggja samgöngur milli sveitarfélaga. vísir/daníel Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru rúmlega 68 þúsund manns. Kjördæmið hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkurinn núna fimm af þrettán þingmönnum kjördæmisins. Sveitarfélögin í kjördæminu eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í fimm af þessum sex sveitarfélögum á Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meirihlutastjórn eða meirihlutinn er skipaður Sjálfstæðismönnum eingöngu. Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá atvinnumál og samgöngumál sem helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar. Mikil áhersla virðist einnig lögð á það í Suðvesturkjördæmi.Kjósarhreppur er minnsta sveitarfélagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir áhersluna í sveitarfélaginu vera á lagningu hitaveitu og verið sé að ljósleiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé verið að vinna við Kjósarskarðsveg, sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir lengi. „Það er byrjað að leggja á hann bundið slitlag og vonast eftir að það verði klárað. Síðan er það að klára Eyrarfjallsveginn, að setja á hann bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún segir það einnig orðið knýjandi að breikka brú þar sem þjóðvegur fer yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum í Kjósinni. Ferðamenn standa á einbreiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og hún er nú, er mikil slysagildra.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði frá vorinu 2014. Hún nefnir málefni ungs fólks þegar hún er spurð hvaða málefni brenni helst á henni fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé þar vert að hugsa um fæðingarorlofið. „Það þarf að gera það bærilegra og loka bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að fjármögnun þess. „Húsnæðismálin tala beint við unga fólkið líka og þar þurfum við stöðugan gjaldmiðil og heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að það er grunnurinn að öllu í sambandi við húsnæðismál, hvort sem það eru lánin eða byggingarkostnaður eða hvað sem það nú er,“ segir hún. Guðlaug segir líka brýnt að huga að atvinnulífi og þekkingarstörfum í Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í atvinnumálum,“ segir hún. Þá nefnir hún samgöngur, enda sé stórhöfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf að vinna áfram borgarlínuna þannig að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir að komast á milli bæja.“ Greiðari umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga leiðin til þess að létta á samgöngum eru almenningssamgöngurnar. Og við í Hafnarfirði þurfum öruggar vegtengingar við Reykjanesbrautina, eins og hjá Krýsuvíkurveginum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru rúmlega 68 þúsund manns. Kjördæmið hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkurinn núna fimm af þrettán þingmönnum kjördæmisins. Sveitarfélögin í kjördæminu eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í fimm af þessum sex sveitarfélögum á Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meirihlutastjórn eða meirihlutinn er skipaður Sjálfstæðismönnum eingöngu. Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá atvinnumál og samgöngumál sem helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar. Mikil áhersla virðist einnig lögð á það í Suðvesturkjördæmi.Kjósarhreppur er minnsta sveitarfélagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir áhersluna í sveitarfélaginu vera á lagningu hitaveitu og verið sé að ljósleiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé verið að vinna við Kjósarskarðsveg, sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir lengi. „Það er byrjað að leggja á hann bundið slitlag og vonast eftir að það verði klárað. Síðan er það að klára Eyrarfjallsveginn, að setja á hann bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún segir það einnig orðið knýjandi að breikka brú þar sem þjóðvegur fer yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum í Kjósinni. Ferðamenn standa á einbreiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og hún er nú, er mikil slysagildra.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði frá vorinu 2014. Hún nefnir málefni ungs fólks þegar hún er spurð hvaða málefni brenni helst á henni fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé þar vert að hugsa um fæðingarorlofið. „Það þarf að gera það bærilegra og loka bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að fjármögnun þess. „Húsnæðismálin tala beint við unga fólkið líka og þar þurfum við stöðugan gjaldmiðil og heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að það er grunnurinn að öllu í sambandi við húsnæðismál, hvort sem það eru lánin eða byggingarkostnaður eða hvað sem það nú er,“ segir hún. Guðlaug segir líka brýnt að huga að atvinnulífi og þekkingarstörfum í Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í atvinnumálum,“ segir hún. Þá nefnir hún samgöngur, enda sé stórhöfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf að vinna áfram borgarlínuna þannig að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir að komast á milli bæja.“ Greiðari umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga leiðin til þess að létta á samgöngum eru almenningssamgöngurnar. Og við í Hafnarfirði þurfum öruggar vegtengingar við Reykjanesbrautina, eins og hjá Krýsuvíkurveginum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira