Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. október 2016 09:53 Loksins er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Alþingi er að ljúka störfum. Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að bjarga andlitinu á lokametrunum með tugmiljarða útgjöldum sem næsta ríkisstjórn mun borga. En staðan er þessi: Vinstri græn setja fram ábyrga stefnu í ríksfjármálum þar sem bent er á það hvernig á að afla tekna á móti útgjöldunum. Þeir sem starfa með Vinstri grænum í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, enda er það ein mikilvægasta undirstaða velferðarkerfisins. Vinstri græn setja fram ábyrga sjálfbæra stefnu í atvinnumálum. Það gerist með því að leggja áherslu á skapandi greinar, leggja áherslu á að náttúran sé alltaf látin njóta vafans þegar kemur að ákvörðunum í atvinnumálum. Vinstri græn vilja kalla saman þjóðfundi þar sem fjallað verður um þróun atvinnugreinanna og þær rifnar upp úr gömlum kerfum og vanafari gagnslausar þrætuumræðu. Þetta á sérstaklega við um landbúnað og sjávarútveg. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnun lífskjara þannig að þeir sem eru ríkir leggi meira til samfélagsins, til þeirra sem standa veikari fótum. Vinstri græn vilja hækka skatta á auðlegð en afnema skatta á þá sem minnst mega sín og byrja á því að lækka og fella niður skatta af sjúklingum. Vinstri græn vilja að þeir sem nýta auðlindirnar borgi gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að jafna lífskjörin í landinu en líka til þess að staðfesta að þeir sem nýta auðlindirnar eiga þær ekki heldur eru með þær til afnota í takmarkaðan tíma. Vinstri græn vilja gagnsætt og heiðarlegt stjórnkerfi þar sem lögð verði áhersla á að sækja fjármuni þá sem eru í skattaskjólum og skattaundanskotum. Vinstri græn vilja breytingu á stjórnarskránni. Vinstri græn vilja sjálfstæða utanríkisstefnu. Á móti þessari stefnu birtist stefna Sjálfstæðisflokksins. Í fjármálum kemur hún fram í lækkandi sköttum á forréttindastéttirnar og ábyrgðarleysi í efnahagsmálum almennt sem birtist með skýrum hætti í hruninu og í skattaskjólum stóreignafólks. Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi gamalli stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þótt fjórðungsfylgi sé töluvert frá því sem áður var. Ýmislegt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram með stuðningi Viðreisnar sem er í rauninni brot úr Sjálfstæðisflokknum að uppistöðu til. Við þessar aðstæður eru Vinstri græn að sækja á. Við þurfum meiri styrk. Í persónum koma þessi stjórnmálaátök fram í tveimur einstaklingum Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. En umfram allt snýst þetta um innihald stjórnmálanna og það hvort unnt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Tvær síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokkum entust ekki í heilt kjörtímabil. Önnur féll á hruninu, hin í spillingarmálum. Nú þarf jafnvægi í samfélaginu eftir samfelld átök í átta ár. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn sem heldur út kjörtímabil og hefur framtíðarsýn fyrir land og þjóð til margra kjörtímabila. Katrín gæti leitt slíka ríkisstjórn. Ég þekki hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Loksins er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Alþingi er að ljúka störfum. Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að bjarga andlitinu á lokametrunum með tugmiljarða útgjöldum sem næsta ríkisstjórn mun borga. En staðan er þessi: Vinstri græn setja fram ábyrga stefnu í ríksfjármálum þar sem bent er á það hvernig á að afla tekna á móti útgjöldunum. Þeir sem starfa með Vinstri grænum í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, enda er það ein mikilvægasta undirstaða velferðarkerfisins. Vinstri græn setja fram ábyrga sjálfbæra stefnu í atvinnumálum. Það gerist með því að leggja áherslu á skapandi greinar, leggja áherslu á að náttúran sé alltaf látin njóta vafans þegar kemur að ákvörðunum í atvinnumálum. Vinstri græn vilja kalla saman þjóðfundi þar sem fjallað verður um þróun atvinnugreinanna og þær rifnar upp úr gömlum kerfum og vanafari gagnslausar þrætuumræðu. Þetta á sérstaklega við um landbúnað og sjávarútveg. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnun lífskjara þannig að þeir sem eru ríkir leggi meira til samfélagsins, til þeirra sem standa veikari fótum. Vinstri græn vilja hækka skatta á auðlegð en afnema skatta á þá sem minnst mega sín og byrja á því að lækka og fella niður skatta af sjúklingum. Vinstri græn vilja að þeir sem nýta auðlindirnar borgi gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að jafna lífskjörin í landinu en líka til þess að staðfesta að þeir sem nýta auðlindirnar eiga þær ekki heldur eru með þær til afnota í takmarkaðan tíma. Vinstri græn vilja gagnsætt og heiðarlegt stjórnkerfi þar sem lögð verði áhersla á að sækja fjármuni þá sem eru í skattaskjólum og skattaundanskotum. Vinstri græn vilja breytingu á stjórnarskránni. Vinstri græn vilja sjálfstæða utanríkisstefnu. Á móti þessari stefnu birtist stefna Sjálfstæðisflokksins. Í fjármálum kemur hún fram í lækkandi sköttum á forréttindastéttirnar og ábyrgðarleysi í efnahagsmálum almennt sem birtist með skýrum hætti í hruninu og í skattaskjólum stóreignafólks. Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi gamalli stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þótt fjórðungsfylgi sé töluvert frá því sem áður var. Ýmislegt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram með stuðningi Viðreisnar sem er í rauninni brot úr Sjálfstæðisflokknum að uppistöðu til. Við þessar aðstæður eru Vinstri græn að sækja á. Við þurfum meiri styrk. Í persónum koma þessi stjórnmálaátök fram í tveimur einstaklingum Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. En umfram allt snýst þetta um innihald stjórnmálanna og það hvort unnt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Tvær síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokkum entust ekki í heilt kjörtímabil. Önnur féll á hruninu, hin í spillingarmálum. Nú þarf jafnvægi í samfélaginu eftir samfelld átök í átta ár. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn sem heldur út kjörtímabil og hefur framtíðarsýn fyrir land og þjóð til margra kjörtímabila. Katrín gæti leitt slíka ríkisstjórn. Ég þekki hana.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun