Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. október 2016 09:53 Loksins er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Alþingi er að ljúka störfum. Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að bjarga andlitinu á lokametrunum með tugmiljarða útgjöldum sem næsta ríkisstjórn mun borga. En staðan er þessi: Vinstri græn setja fram ábyrga stefnu í ríksfjármálum þar sem bent er á það hvernig á að afla tekna á móti útgjöldunum. Þeir sem starfa með Vinstri grænum í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, enda er það ein mikilvægasta undirstaða velferðarkerfisins. Vinstri græn setja fram ábyrga sjálfbæra stefnu í atvinnumálum. Það gerist með því að leggja áherslu á skapandi greinar, leggja áherslu á að náttúran sé alltaf látin njóta vafans þegar kemur að ákvörðunum í atvinnumálum. Vinstri græn vilja kalla saman þjóðfundi þar sem fjallað verður um þróun atvinnugreinanna og þær rifnar upp úr gömlum kerfum og vanafari gagnslausar þrætuumræðu. Þetta á sérstaklega við um landbúnað og sjávarútveg. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnun lífskjara þannig að þeir sem eru ríkir leggi meira til samfélagsins, til þeirra sem standa veikari fótum. Vinstri græn vilja hækka skatta á auðlegð en afnema skatta á þá sem minnst mega sín og byrja á því að lækka og fella niður skatta af sjúklingum. Vinstri græn vilja að þeir sem nýta auðlindirnar borgi gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að jafna lífskjörin í landinu en líka til þess að staðfesta að þeir sem nýta auðlindirnar eiga þær ekki heldur eru með þær til afnota í takmarkaðan tíma. Vinstri græn vilja gagnsætt og heiðarlegt stjórnkerfi þar sem lögð verði áhersla á að sækja fjármuni þá sem eru í skattaskjólum og skattaundanskotum. Vinstri græn vilja breytingu á stjórnarskránni. Vinstri græn vilja sjálfstæða utanríkisstefnu. Á móti þessari stefnu birtist stefna Sjálfstæðisflokksins. Í fjármálum kemur hún fram í lækkandi sköttum á forréttindastéttirnar og ábyrgðarleysi í efnahagsmálum almennt sem birtist með skýrum hætti í hruninu og í skattaskjólum stóreignafólks. Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi gamalli stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þótt fjórðungsfylgi sé töluvert frá því sem áður var. Ýmislegt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram með stuðningi Viðreisnar sem er í rauninni brot úr Sjálfstæðisflokknum að uppistöðu til. Við þessar aðstæður eru Vinstri græn að sækja á. Við þurfum meiri styrk. Í persónum koma þessi stjórnmálaátök fram í tveimur einstaklingum Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. En umfram allt snýst þetta um innihald stjórnmálanna og það hvort unnt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Tvær síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokkum entust ekki í heilt kjörtímabil. Önnur féll á hruninu, hin í spillingarmálum. Nú þarf jafnvægi í samfélaginu eftir samfelld átök í átta ár. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn sem heldur út kjörtímabil og hefur framtíðarsýn fyrir land og þjóð til margra kjörtímabila. Katrín gæti leitt slíka ríkisstjórn. Ég þekki hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Loksins er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Alþingi er að ljúka störfum. Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að bjarga andlitinu á lokametrunum með tugmiljarða útgjöldum sem næsta ríkisstjórn mun borga. En staðan er þessi: Vinstri græn setja fram ábyrga stefnu í ríksfjármálum þar sem bent er á það hvernig á að afla tekna á móti útgjöldunum. Þeir sem starfa með Vinstri grænum í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, enda er það ein mikilvægasta undirstaða velferðarkerfisins. Vinstri græn setja fram ábyrga sjálfbæra stefnu í atvinnumálum. Það gerist með því að leggja áherslu á skapandi greinar, leggja áherslu á að náttúran sé alltaf látin njóta vafans þegar kemur að ákvörðunum í atvinnumálum. Vinstri græn vilja kalla saman þjóðfundi þar sem fjallað verður um þróun atvinnugreinanna og þær rifnar upp úr gömlum kerfum og vanafari gagnslausar þrætuumræðu. Þetta á sérstaklega við um landbúnað og sjávarútveg. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnun lífskjara þannig að þeir sem eru ríkir leggi meira til samfélagsins, til þeirra sem standa veikari fótum. Vinstri græn vilja hækka skatta á auðlegð en afnema skatta á þá sem minnst mega sín og byrja á því að lækka og fella niður skatta af sjúklingum. Vinstri græn vilja að þeir sem nýta auðlindirnar borgi gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að jafna lífskjörin í landinu en líka til þess að staðfesta að þeir sem nýta auðlindirnar eiga þær ekki heldur eru með þær til afnota í takmarkaðan tíma. Vinstri græn vilja gagnsætt og heiðarlegt stjórnkerfi þar sem lögð verði áhersla á að sækja fjármuni þá sem eru í skattaskjólum og skattaundanskotum. Vinstri græn vilja breytingu á stjórnarskránni. Vinstri græn vilja sjálfstæða utanríkisstefnu. Á móti þessari stefnu birtist stefna Sjálfstæðisflokksins. Í fjármálum kemur hún fram í lækkandi sköttum á forréttindastéttirnar og ábyrgðarleysi í efnahagsmálum almennt sem birtist með skýrum hætti í hruninu og í skattaskjólum stóreignafólks. Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi gamalli stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þótt fjórðungsfylgi sé töluvert frá því sem áður var. Ýmislegt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram með stuðningi Viðreisnar sem er í rauninni brot úr Sjálfstæðisflokknum að uppistöðu til. Við þessar aðstæður eru Vinstri græn að sækja á. Við þurfum meiri styrk. Í persónum koma þessi stjórnmálaátök fram í tveimur einstaklingum Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. En umfram allt snýst þetta um innihald stjórnmálanna og það hvort unnt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Tvær síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokkum entust ekki í heilt kjörtímabil. Önnur féll á hruninu, hin í spillingarmálum. Nú þarf jafnvægi í samfélaginu eftir samfelld átök í átta ár. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn sem heldur út kjörtímabil og hefur framtíðarsýn fyrir land og þjóð til margra kjörtímabila. Katrín gæti leitt slíka ríkisstjórn. Ég þekki hana.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar