Segir verslanir blekkja ferðamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2016 20:00 Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið. Áfengislausu víni og léttbjór er stillt upp á áberandi stöðum í nokkrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur og telur Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, að verslanirnar séu að reyna að narra ferðamenn til að kaupa vöruna. „Við höfum líka fengið ábendingar frá íbúum í miðbænum sem þekkja þetta vel: þegar svekktir túristar koma glaðir út með kassa af léttvíni en það var kannski ekki alveg það sem þeir ætluðu að kaupa,“ segir Teitur. Hann segir að Neytendasamtökin hvetji fólk til að stunda heiðarlega viðskiptahætti og setja upp merkingar þess efnis að varan innihaldi ekki áfengi. Teitur sýndi fréttamanni hvernig léttbjór og áfengislausu víni er stillt upp í verslanir í miðbænum. Hann útbjó skilti og stillti því upp í einni versluninni. „Ég hef ákveðið að gefa þessari verslun þetta skilti og vona að það fái að standa hér sem lengst ,“ segir Teitur en upptöku af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Í samtali við fréttastofu sagði formaður Neytendastofu að tilefni væri til að kanna málið og skoða hvort framsetning vörunnar sé með þeim hætti að það geti talist vera villandi viðskiptahættir samkvæmt lögum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið. Áfengislausu víni og léttbjór er stillt upp á áberandi stöðum í nokkrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur og telur Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, að verslanirnar séu að reyna að narra ferðamenn til að kaupa vöruna. „Við höfum líka fengið ábendingar frá íbúum í miðbænum sem þekkja þetta vel: þegar svekktir túristar koma glaðir út með kassa af léttvíni en það var kannski ekki alveg það sem þeir ætluðu að kaupa,“ segir Teitur. Hann segir að Neytendasamtökin hvetji fólk til að stunda heiðarlega viðskiptahætti og setja upp merkingar þess efnis að varan innihaldi ekki áfengi. Teitur sýndi fréttamanni hvernig léttbjór og áfengislausu víni er stillt upp í verslanir í miðbænum. Hann útbjó skilti og stillti því upp í einni versluninni. „Ég hef ákveðið að gefa þessari verslun þetta skilti og vona að það fái að standa hér sem lengst ,“ segir Teitur en upptöku af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Í samtali við fréttastofu sagði formaður Neytendastofu að tilefni væri til að kanna málið og skoða hvort framsetning vörunnar sé með þeim hætti að það geti talist vera villandi viðskiptahættir samkvæmt lögum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent